spot_img

[Stikla] „Endeavour“ þáttur Barkar og Magna

Þriðji þátturinn í 4. syrpu Endeavour var sýndur á ITV í Bretlandi á sunnudagskvöld. Þættinum var leikstýrt af Berki Sigþórssyni og tökumaður var G. Magni Ágústsson.  Stiklu þáttarins má sjá hér.

Endeavour þættirnir segja af rannsóknarlögreglumanninum Endeavour Morse á yngri árum og hafa heppnast vel, sem telst nokkuð afrek þegar samanburðurinn er við einhverja bestu sakamálaþætti allra tíma, Inspector Morse með John Thaw í aðalhlutverki, en þeir voru sýndir á árunum 1987-2000.

Sjá fyrri frétt Klapptrés um málið hér.

https://www.youtube.com/watch?v=tWx7_jx0-7M

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR