HeimFréttir "Endeavour" þáttur Barkar og Magna

[Stikla] „Endeavour“ þáttur Barkar og Magna

-

Börkur Sigþórsson, G. Magní Ágústsson og breski leikarinn Shaun Evans í hlutverki Endeavor Morse.

Þriðji þátturinn í 4. syrpu Endeavour var sýndur á ITV í Bretlandi á sunnudagskvöld. Þættinum var leikstýrt af Berki Sigþórssyni og tökumaður var G. Magni Ágústsson.  Stiklu þáttarins má sjá hér.

Endeavour þættirnir segja af rannsóknarlögreglumanninum Endeavour Morse á yngri árum og hafa heppnast vel, sem telst nokkuð afrek þegar samanburðurinn er við einhverja bestu sakamálaþætti allra tíma, Inspector Morse með John Thaw í aðalhlutverki, en þeir voru sýndir á árunum 1987-2000.

Sjá fyrri frétt Klapptrés um málið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR