París norðursins, kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem frumsýnd var í fyrra, er nú til sýnis í 11 kvikmyndahúsum í Danmörku. Hér eru brot úr umsögnum nokkurra danskra fjölmiðla um myndina.
París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum í Frakklandi. Myndinni hefur verið sérlega vel tekið og er gagnrýnandi Le Monde t.d. afar jákvæð í garð myndarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistil í Fréttablaðið um Vonarstræti og París norðursins. Hann segir þá fyrrnefndu dregna stórum dráttum, allt að því melódramatíska og 19. aldarlega í rómantískri sýn sinni á ógæfu og synd en hina innhverfa og ísmeygilega.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleikur(Playing With Balls) verður sýnd á Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 23. janúar til 2. febrúar. Myndin hefur áður verið sýnd á Toronto hátíðinni og RIFF síðastliðið haust.
París norðursins er tilnefnd til til Drekaverðlaunanna á Gautaborgarhátíðinni síðar í mánuðinum. Hún er ein af 8 norrænum myndum sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun, en verðlaunaféð er 1 milljón sænskar og það hæsta sem býðst á kvikmyndahátíðum heimsins.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd - drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum.
Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, fékk alls 11.425 manns á opnunarhelginni og 12.225 séu forsýningar meðtaldar. Þetta er stærsta opnunarhelgi alla Sveppamyndanna fram að þessu og fjórða stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar frá því mælingar hófust 1996. Myndin trónir í efsta sætinu, en Grafir og bein eru í því þriðja með alls 2.128 gesti að forsýningum meðtöldum (1.418 um opnunarhelgina).
Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu 1.375 myndina um helgina em alls 4.739 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur því 7.476 manns.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur átti ágæta frumsýningarhelgi, en alls sáu myndina 4.224 manns frumsýningarhelgina ef forsýningar eru meðtaldar. Myndin situr í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS. Þetta er þriðja stærsta opnun íslenskrar kvikmyndar á árinu.
París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna, nýrra verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem stofnuð voru til heiðurs kvikmyndagagnrýnandanum Roger Ebert.
París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er á góðri siglingu þessa dagana, bæði hvað varðar aðsókn og viðbrögð. Myndin er nú í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS eftir aðra sýningarhelgi og fór upp um eitt sæti milli vikna sem er vísbending um að hún sé að spyrjast vel út.
París norðursins, eftir Hafstein G. Sigurðsson verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 5.september næstkomandi. Myndin var forsýnd í Ísafjarðarbíói s.l. laugardag.
París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson verður frumsýnd 5. september. Með helstu hlutverk fara Björn Thors Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir.
"Kraftmikil, launfyndin og manneskjuleg mynd," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni um myndina sem fengið hefur góðar móttökur á hátíðinni.
Mark Adams hjá Screen skrifar um París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson sem heimsfrumsýnd var í gærkvöldi á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Adams er hæstánægður með myndina og segir hana koma sterklega til greina í verðlaunasæti á hátíðinni.
Screen ræðir við Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra og meðhandritshöfund París norðursins, sem heimsfrumsýnd er á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary á morgun.
Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Önnur bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, París norðursins, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary sem fram fer í Tékklandi 4.-12. júlí næstkomandi.
Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.