HeimEfnisorðLjósbrot

Ljósbrot

LJÓSBROT fær 11. alþjóðlegu verðlaunin

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut á dögunum Outlook verðlaunin sem veitt eru af dómnefnd háskólanema á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cork á Írlandi.

LJÓSBROT fær Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir förðun og hár

Evrópska kvikmyndaakademían kynnti í dag þau sem hljóta fagverðlaun Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Evalotte Oosterop hlýtur verðlaun fyrir förðun og hár kvikmyndarinnar Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson.

LJÓSBROT fær sjöundu verðlaunin

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut verðlaun samtaka evrópskra kvikmyndahátíða fyrir yngri áhorfendur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Schlingel í Þýskalandi, sem fram fór í byrjun október.

LJÓSBROT verðlaunuð í Nuuk á Grænlandi

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var valin besta mynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk á Grænlandi á dögunum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Hugrás um LJÓSBROT: Í táradalnum

Flóki Larsen íslenskufræðingur skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann segir meðal annars að Rúnar bjóði upp á áhugaverða sögu en takist ekki að fylgja henni eftir.

Lestin um LJÓSBROT: Töfrandi rússíbani tilfinninga

Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars "eitt eftirminnilegasta íslenska kvikmyndaverk síðari ára."

Morgunblaðið um LJÓSBROT: Kynnast ung dauðanum

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Morgunblaðið og segir hana meðal annars sjónrænt meistaraverk þó stundum sé fagurfræðin talin mikilvægari en handritið.

LJÓSBROT og O (Hringur) til Toronto

Tvær kvikmyndir Rúnars Rúnarssonar, bíómyndin Ljósbrot annarsvegar og stuttmyndin O (Hringur) hinsvegar, hafa verið valdar á Torontohátíðina sem fram fer 5.-15. september.

LJÓSBROT fær leikstjórnarverðlaun í Serbíu, ný stikla komin út

Rúnar Rúnarsson hlaut leikstjórnarverðlaunin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu á dögunum fyrir mynd sína Ljósbrot. Ný stikla myndarinnar er komin út, en sýningar hefjast á Íslandi 28. ágúst.

LJÓSBROT til Karlovy Vary, Sjón í dómnefnd

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson og stuttmyndin Vem ropar för Alvar eftir Önnu Jóakimsdóttur-Hutri verða sýndar á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Hátíðin fer fram dagana 28. júní til 6. júlí. Rithöfundurinn Sjón mun sitja í aðaldómnefnd hátíðarinnar.

LJÓSBROT Rúnars Rúnarssonar fær rúmar 22 milljónir króna frá Eurimages

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR