Laufey Guðjónsdótir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku.
Fjölþætt samskipti Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar við stjórnvöld fara að verulegu leyti fram í gegnum skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur leggur út af viðtali við Laufeyju Guðjónsdóttur við Nordic Film and TV News þar sem hún ræðir feril sinn. Hann þakkar henni meðal annars fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.
"Þetta hafa verið gefandi ár og ég þakka stjórnvöldum, sem og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir allt þeirra innlegg í starfsemi KMÍ," segir Laufey Guðjónsdóttir fráfarandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Á Facebook síðu sinni leggur Benedikt Erlingsson leikstjóri og handritshöfundur út af viðtali Nordic Film and TV News við Laufeyju Guðjónsdóttur, fráfarandi forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Laufey Guðjónsdóttir var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í 20 ár, 2003-2023. Hér eru nokkur brot úr þáttaröðinni Ísland: bíóland (2021) sem lúta að íslenskum kvikmyndum á tíma hennar.
Í dag er síðasti starfsdagur Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en hún hefur stýrt KMÍ frá 2003. Laufey ræddi við Nordic Film and TV News um reynslu sína.
Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ræddi við fréttastofu RÚV í kvöldfréttum útvarps um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndamiðstöðvar.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við Nordic Film and TV News um aukningu í opinberri fjárfestingu til kvikmyndagerðar sem og aukin umsvif stofnunarinnar í samræmi við nýja kvikmyndastefnu.
Í pallborði á THIS Series sjónvarpshátíðinni í Árósum ræddu forstöðumenn norrænu kvikmyndastofnananna um kvikmyndir og sjónvarp á streymisöld og þörfina á skjótari og ítarlegri breytingum.
"Það er skemmtilegt að svo virðist sem hópur öflugra kvenna keyri áfram heimildamyndasenuna hér á Íslandi," segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands meðal annars í samtali við Business Doc Europe.
Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.
Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræddi við útvarpsstöðina K100 um nýgerða úthlutun til annarrar syrpu Ófærðar og þær deilur sem hafa skapast vegna þess. Horfa má á viðtalið hér.
"Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum," segir Magnús Guðmundsson í leiðara Fréttablaðsins.
Önnur syrpa Ófærðar hlaut vilyrði í júnímánuði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir reglur ekki hafa verið brotnar, en Snorri Þórisson framleiðandi hjá Pegasus gagnrýnir ákvörðunina. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Fáir íslenskir kvikmyndatökustjórar starfa við íslenskar kvikmyndir sem eru styrktar af Kvikmyndasjóði. Bergsteinn Björgúlfsson, formaður Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, segir að Kvikmyndamiðstöð beinlínis hvetji framleiðendur í að ráða erlenda kvikmyndatökustjóra til starfa á kostnað þeirra íslensku sem hafi dýrt nám að baki. Allir þeir sem tilnefndir voru fyrir stjórn kvikmyndatöku í Eddunni á þessu ári komu erlendis frá.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við vefsíðuna Eurodrama um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð, sögu sjóðsins og horfurnar framundan.
Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem fram koma ítarlegri upplýsingar um skiptingu styrkja milli kynja en áður hafa birst. Tölurnar ná til áranna 2005-2015 og kemur í ljós að árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Lengri grein Laufeyjar birtist hér ásamt skýringamyndum.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, tjáir sig um þær hugmyndir sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið varðandi kynjakvóta til að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Hún segir þetta vandmeðfarna aðgerð sem yrði að vera tímabundin.
Guðný Halldórsdóttir leikstýra heldur því fram að í kvikmyndamiðstöð hafi konur ekki sömu tækifæri og karlar sem leikstjórar og handritshöfundar. Þannig hafi það verið undanfarin ár og þetta sé vegna þess að ekki megi opna munninn í þeirri stofnun og gagnrýna vinnubrögðin, því þá sé alveg gefið að þér verði ýtt úr biðröðinni og steinn lagður í götu þína.
Laufey Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fer yfir stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð í spjalli við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.
Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.
Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.
Síðdegisútvarp Rásar 2 ræddi við Laufeyju Guðjónsdóttir forstoðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í tilefni harðorðs pistils Friðriks Erlingssonar sem Klapptré birti s.l. þriðjudag. Þar gagnrýndi Friðrik meðal annars starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar. Laufey sagði miðstöðina meðal annars hugsa um fjölbreytni verkefna við styrkveitingar og að val á verkefnum verði alltaf huglægt upp að vissu marki en ráðgjafar miðstöðvarinnar séu fagmenn með sérþekkingu sem hafi ákveðin viðmið til hliðsjónar.
Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur nú við afgreiðslu erinda og sér um almenna upplýsingagjöf um endurgreiðslukerfi kvikmynda. Jafnframt mun Kvikmyndamiðstöð fylgjast sérstaklega með þróun stuðningskerfa af þessu tagi í Evrópu.
„Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í spjalli við Visi. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf...