Laufey Guðjónsdóttir heiðruð á Stockfish

Heiðursverðlaun Stockfish eru veitt fagmönnum á akademískum, framleiðslu-, dreifingar-, markaðs- og kvikmyndahátíðarsviðum. 

Laufey Guðjónsdóttir fær íslensku heiðursverðlaun Stockfish 2024 fyrir afburðarframlag til kvikmyndagerðar.

Laufey gekk til liðs við Kvikmyndamiðstöð Íslands árið 2003 og byggði hana upp. Hún starfaði hjá Kvikmyndamiðstöðinni í 20 ár eða allt til ársins 2023. Áður var hún dagskrárstjóri á RÚV. Laufey er með yfir 30 ára reynslu að baki í fjármögnun kvikmynda og sjónvarpsefnis, kaupum á sjónvarpsefni, framleiðslu, dagskrárgerð, kvikmyndakynningum, gangsetningu og stjórnun stórra menningarverkefna. Hún hefur einnig verið fulltrúi margra alþjóðlegra samtaka á sviði kvikmynda, fjölmiðla, lista og annarra skapandi greina.

HEIMILDStockfish
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR