Björn B. Björnsson segir Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra nú rétt fyrir kosningar allt í einu styðja ýmis mál kvikmyndagerðar sem hún hafi ekki stutt áður. "Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að Lilja hefði getað hrint þeim í framkvæmd á þeim sjö árum sem hún hefur verið ráðherra menningarmála - en kaus að gera það ekki," segir Björn meðal annars.
Grímur Hákonarson leikstjóri er meðal þeirra sem á undanförnum vikum hafa gagnrýnt störf Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Hann leggur útaf stuðningsyfirlýsingu kvikmyndaframleiðenda við ráðherra og hvetur kvikmyndagerðarfólk til að kjósa eftir sannfæringu sinni í komandi kosningum.
Forsvarsmenn fjölmargra framleiðslufyrirtækja í kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og þær hugmyndir sem hún setti fram í nýlegri grein varðandi frekari uppbyggingu greinarinnar.
Anton Máni Svansson formaður SÍK bregst við skrifum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um næstu skref í málefnum kvikmyndagerðarinnar og segist fagna þeim megináherslum sem þar koma fram.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráherra skrifar í Vísi um þau málefni kvikmyndagerðar sem hún vill leggja áherslu á, hljóti hún til þess brautargengi í komandi kosningum.
Flestir flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis vilja gera samkomulag við kvikmyndagerðina til næstu fjögurra ára. Þetta kom fram á málþinginu Setjum menninguna á dagskrá sem BÍL stóð fyrir í húsnæði LHÍ í gær með fulltrúum stjórnmálaflokkanna.
Hópur kvikmyndagerðarfólks birtir grein á Vísi þar sem farið er yfir það hvernig hækkun á framlögum í Kvikmyndasjóð kom til og breiðri þverpólitískri samstöðu innan fjárlaganefndar þakkað.
Meirihluti náðist í fjárlaganefnd um að leggja til að 300 milljónum króna yrði bætt í Kvikmyndasjóð á næsta ári, sem og 100 milljónum á yfirstandandi ári. Áður hafði staðið til að skera enn og aftur niður og nú um vel á annað hundrað milljónir. Kvikmyndagreinin fagnar þessu og lítur á sem gott skref í rétta átt eftir nokkurra ára stórfelldan niðurskurð.
Fyrirhuguðum niðurskurði Kvikmyndasjóðs verður afstýrt, verði breytingatillaga fjárlaganefndar samþykkt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að 300 milljónir króna bætist í sjóðinn á næsta ári frá því sem upphaflega var lagt til. Þá er einnig gert ráð fyrir að 100 milljónir króna bætist í sjóðinn á þessu ári.
Fólkið í kvikmyndagreininni hefur á undanförnum dögum sett nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað er á Alþingi að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs með því að færa hluta af endurgreiðsluheimild næsta árs til Kvikmyndasjóðs. Gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði fjárlög í næstu viku.
Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra verði falið að undirbúa lagasetningu um kvaðir á framlag hins opinbera til kvikmyndagerðar til þess að tryggja að allt starfsfólk í kvikmyndagerð fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við lög og gildandi kjarasamninga hverju sinni.
Nýkjörn stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) hefur sent frá sér áskorun til þingmanna um að leiðrétta hið snarasta þá varhugaverðu stefnu sem fjárveitingar til kvikmyndagerðar á Íslandi hafa tekið á síðustu misserum.
Björn B. Björnsson svarar grein Lilju Alfreðsdóttur frá í gær. Hann stendur við fyrri fullyrðingar sínar um að ráðherrann fari ekki rétt með og rekur efnisatriði lið fyrir lið.
Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og fyrrum formaður Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) leggur út af fréttum RÚV um aðdraganda 35% endurgreiðslunnar og einnig andsvari Lilju Alfreðsdóttur við grein Björns B. Björnssonar. Margrét var meðal þeirra sem tóku þátt í vinnuhópi við mótun Kvikmyndastefnunnar.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur á Vísi svarað grein Björns B. Björnssonar, þar sem hann gagnrýnir hana fyrir að hafa ekki sagt satt um svokölluð Covid framlög vegna kvikmyndagerðar. Hún hafnar því alfarið.
Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður skrifar á Vísi um niðurskurð Kvikmyndasjóðs og segir meðal annars að Lilja Alfreðsdóttir hafi sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fái þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi.
Þau Hrönn Sveinsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Karna Sigurðardóttir, Hilmar Oddsson og Gagga Jónsdóttir í stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL), birta grein á Vísi í dag, þar sem þau leggja út af framkvæmd Kvikmyndastefnunnar og niðurskurði Kvikmyndasjóðs.
Óskar Jónasson leikstjóri leggur út af Pálínuboðum í samhengi við niðurskurð Kvikmyndasjóðs og segir meðal annars að við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar.
Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta nýja grein á Vísi þar sem þau gagnrýna málflutning Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í tengslum við niðurskurð Kvikmyndasjóðs.
Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra í þættinum Þetta helst á Rás 1 þriðjudag 1. október. Þar var hún spurð útí niðurskurðinn á Kvikmyndasjóði og þá gagnrýni sem hann sætir.
Grímar Jónsson framleiðandi bíómyndarinnar Eldarnir, sem nú er í tökum í leikstjórn Uglu Hauksdóttur, bendir á Facebook síðu sinni á að styrkur frá Kvikmyndasjóði sé frumforsenda þess að unnt sé yfirhöfuð að sækja erlent fjármagn í íslenskar kvikmyndir.
Kvikmyndagerðarmenn eru mjög uggandi yfir stöðunni í greininni vegna mikils og stöðugs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs, meginstoðar íslenskrar kvikmyndagerðar.
Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.
Frumvarp um menningarframlag streymisveita, þar sem gert er ráð fyrir sérstökum skatti af tekjum þeirra á Íslandi, er í vinnslu í Menningarmálaráðuneytinu.
Enn stendur til að skera niður Kvikmyndasjóð samkvæmt nýbirtri fjármálaáætlun. SÍK hefur sent frá sér tölur sem sýna að sjóðurinn hefur verið skorinn niður um helming á undanförnum árum.
Menningarmálaráðuneytið hefur lagt drög að breytingum á kvikmyndalögum og reglugerð um Kvikmyndasjóð í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem óskað er eftir umsögnum.
Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Stærsta styrkinn hlýtur bíómyndin Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, 35 milljónir króna.
Alls bárust 67 umsóknir til sérstaks átaksverkefnis Kvikmyndasjóðs vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og alls var sótt um 904.098.288 kr. Umsóknarfresti lauk 10. maí, en gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið fyrir 1. júní.
Frá og með 1. maí nk. munu viðmiðunarfjárhæðir handritsstyrkja úr kvikmyndasjóði hækka. Hækkunin er m.a. hugsuð til að fylgja verðlagsþróun, en handritsstyrkir hækkuðu síðast fyrir þremur árum.
Vegna afleiðinga farsóttarinnar hafa stjórnvöld kynnnt aðgerðir til stuðnings listum og fela þær meðal annars í sér viðbótarframlag til Kvikmyndasjóðs uppá 120 milljónir, auk þess sem þeir framleiðendur sem þegar hafa fengið vilyrði um endurgreiðslu geta fengið hluta hennar fyrirfram. Von er á nánari útfærslu aðgerða á morgun.
Alþingi og stjórnvöld ljúka síðasta legg Samkomulagsins 2016-2019 með því að skera niður hækkun þessa árs um rétt tæpar tíu milljónir króna. Ekki reyndist vilji fyrir sérstöku viðbótarframlagi uppá 250 milljónir króna á tímabilinu þrátt fyrir viljayfirlýsingu þar um í samkomulaginu.
Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson skrifar handritið, sem byggt er á samnefndum söngleik Dr. Gunna. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um breytingar á kvikmyndalögum. Þar er meðal annars skýrar en áður kveðið á um hverjir geta sótt um styrki og hverskonar verk má styrkja, þá er nýtt ákvæði um sýningarstyrki og ráðningartíma forstöðumanns auk þess sem lagðar eru til ítarlegri reglur um störf ráðgjafa.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um breytingu á kvikmyndalögum. Drögin lúta sérstaklega að útfærslu ríkisaðstoðar til kvikmynda með tilliti til nýrra reglna frá ESB, en einnig er gerð tillaga um takmarkanir á skipunartíma forstöðumanns og staða Kvikmyndaráðs skýrð. Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpsdrögin til 19. febrúar.
Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur lagt fram umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2018. Meðal þess sem BÍL leggur til er að framlag til Kvikmyndasjóðs verði nær tvöfaldað og nái 2 milljörðum króna 2020 og að RÚV fái bætta þá skerðingu sem félagið hefur sætt á undanförnum árum.
Engar breytingar frá fyrra frumvarpi er að finna í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 varðandi framlög til kvikmyndamála, en hið nýja frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi af nýrri ríkisstjórn nú í desember.
Jóhann Ævar Grímsson handritshöfundur og þróunarstjóri Sagafilm leggur útaf tilkynningu Kvikmyndamiðstöðvar um hækkanir á handrita- og þróunarstyrkjum á Facebook síðu sinni og er ekki sáttur við að sömu heildarupphæðir séu í boði fyrir handritaskrif kvikmynda og þáttaraða.
Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur ákveðið að hækka upphæðir handrits- og þróunarstyrkja. Um er að ræða 28% hækkun á handritsstyrkjum fyrir leiknar kvikmyndir í fullri lengd og leikið sjónvarpsefni og 31% hækkun á handrits- og þróunarstyrkjum fyrir heimildamyndir. Er þessi hækkun á styrkjum nokkuð umfram hækkanir á framlögum til Kvikmyndasjóðs frá árinu 2017 til 2018, sem er 9%.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræddi við útvarpsstöðina K100 um nýgerða úthlutun til annarrar syrpu Ófærðar og þær deilur sem hafa skapast vegna þess. Horfa má á viðtalið hér.
SÍK hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna úthlutunar til annarrar syrpu Ófærðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, hefur sent frá sér tilkynningu varðandi nýlegar ákvarðanir um úthlutanir vilyrða úr Kvikmyndasjóði. SÍK telur að reglur hafi verið brotnar og að endurskoða þurfi verklag.
"Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum," segir Magnús Guðmundsson í leiðara Fréttablaðsins.
Önnur syrpa Ófærðar hlaut vilyrði í júnímánuði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir reglur ekki hafa verið brotnar, en Snorri Þórisson framleiðandi hjá Pegasus gagnrýnir ákvörðunina. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Í Samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016-2019, sem undirritað var í síðustu viku, er KMÍ gert kleift að auka nokkuð styrkhlutfall á hvert verkefni en ekki er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. Leikið sjónvarpsefni býr áfram við skarðan hlut, en vilyrði er gefið um hækkun til sjóðsins á síðari hluta samningstíma.
Samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016– 2019, hækka framlög til Kvikmyndasjóðs um 240 milljónir króna næstu þrjú ár.
Þórhallur Gunnarsson framleiðslustjóri hjá Sagafilm bendir á að sá gríðarlegi vöxtur sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur búið við undanfarin ár (með ríflega tvöfaldri veltu í ár miðað við síðasta ár) sé aðallega vegna erlendra verkefna og það sé áhyggjuefni.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við vefsíðuna Eurodrama um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð, sögu sjóðsins og horfurnar framundan.
Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem fram koma ítarlegri upplýsingar um skiptingu styrkja milli kynja en áður hafa birst. Tölurnar ná til áranna 2005-2015 og kemur í ljós að árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Lengri grein Laufeyjar birtist hér ásamt skýringamyndum.
Kristín A. Atladóttir framleiðandi tjáir sig um umræðuna um kynjahalla í kvikmyndum í Fréttablaðinu og segir meðal annars: "Það er ekki flókið að komast að óumdeilanlegum niðurstöðum í tölfræði kvikmyndastyrkja á Íslandi, niðurstöðum þar sem forsendur eru ljósar sem og hvaða spurningum er verið að svara. Tilgangslaust er að fleygja ófullnægjandi og misvísandi tölum á milli sín og hártoga um málefni þar sem sýnileg niðurstaða liggur fyrir, en eðli og orsakir eru ókunnar."
Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi flutti tölu á málfundi RIFF í Tjarnarbíói í gærkvöldi þar sem málefni kvenna í kvikmyndagerð voru rædd. Dögg sagði meðal annars: "Miðað við framgang mála hingað til mun taka okkur 600 ár að ná jafnrétti, við erum ekki lengra komin en það. Við erum öll sammála um að núverandi staða er óþolandi og hvorki bransanum né landinu til sóma. Okkar skoðun er sú að ástandið lagist seint og illa, NEMA það sé farið í sértækar aðgerðir hjá Kvikmyndamiðsttöð. Það sendir út nauðsynleg skilaboð til áhorfenda, framleiðslufyrirtækja, sjónvarpsstöðva, verðandi kvikmyndagerðarkvenna, allra."