HeimEfnisorðGunnar Ragnarsson

Gunnar Ragnarsson

Lestin um UGLUR: Hiklaust með betri íslensku kvikmyndum ársins

"Hiklaust með betri íslensku kvikmyndum ársins og óneitanlega stórskemmtilegt fyrsta verk Teits Magnússonar og samstarfsfólks hans," segir Gunnar Ragnarsson í Lestinni um Uglur Teits Magnússonar.

Lestin um SKJÁLFTA: Kona á barmi flogakasts

"Þrátt fyrir annmarka er Skjálfti ágæt frumraun Tinnu Hrafnsdóttur í leikstjórnarstóli," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Lestinni á Rás 1.

Lestin um HARM: Ungæðislegt bíópönk

Ungir og óharðnaðir listamenn sem standa að kvikmyndinni Harmi eiga framtíðina fyrir sér, segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars.

Lestin um BIRTU: Skemmtilegar stelpur í baráttu um brauðið

„Helsta rósin í hnappagat leikstjórans og myndarinnar í heild er frammistaða ungu leikkvennanna,“ segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Lestarinnar um Birtu Braga Þórs Hinrikssonar.

Lestin um LEYNILÖGGU: Hreðjalaust hommagrín og þunn persónusköpun

"Gamanið samanstendur annars vegar af háði með klisjum og einnar línu bröndurum Hollywood-hasarmynda tíunda áratugarins sem er staðfært og hins vegar af vísunum í íslenska samtíma-dægurmenningu," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í umsögn um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar í Lestinni á Rás 1.

Morgunblaðið um DÝRIÐ: Skemmtilegur darraðardans

"Heilt yfir er Dýrið skemmtilegur darraðardans og tekst að búa til söguheim þar sem hinu fáránlega er blandað við þjóðsagnaminni og bíóhefð, og útkoman er í senn spennandi og fyndin", segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu.

Hugleiðingar um KÖTLU: Geymist þar sem börn ná ekki til

Gunnar Ragnarsson birtir í Morgunblaðinu í dag hugleiðingar sínar um þáttaröðina Kötlu eftir Baltasar Kormák. Hann segir meðal annars: "Með Kötlu er íslenskt sjónvarpsverk komið nær alþjóðlegri meginstraumsmenningu en nokkru sinni fyrr, sem mótar vitanlega fagurfræði og frásagnaraðferðir hennar, en einnig kröfurnar sem gerðar eru."

Morgunblaðið um SKUGGAHVERFIÐ: Græða á daginn, drepa á kvöldin

"Grunnupplegg er ekki galið fyrir glæpasögu en fátt gengur upp í framkvæmd hennar," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðsumsögn sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.

Morgunblaðið um HÁLFAN ÁLF: Notaleg furðuveröld, í senn kunnugleg og framandi

"Skemmtileg og falleg mynd sem er merkilegur vitnisburður um fólk og kynslóðina sem það tilheyrir," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu um Hálfan álf Jóns Bjarka Magnússonar.

Morgunblaðið um ÖLMU: Upp, upp mín sál

"Myndin er nógu forvitnileg og öðruvísi til að fyrirgefa annmarka hennar," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í umsögn sinni um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur í Morgunblaðinu.

Morgunblaðið um ER ÁST: Falleg frásögn um ást og missi

Heimildamyndin Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur er komin aftur í sýningar í Bíó Paradís. Á dögunum birti Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Morgunblaðsins umsögn um myndina og gaf henni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um ÞORPIÐ Í BAKGARÐINUM: Hamingjan er Hveragerðiskrútt

"Fráhvarf frá fyrri verkum leikstjórans og færir tráma og fjölskylduharm inn í hlýjan yl Hveragerðiskrúttsins en vandasamt er ná slíkri blöndu réttri," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðið um Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson.

Morgunblaðið um HÆKKUM RÁNA: Sjón er sögu ríkari

Gunnar Ragnarsson skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson sem sýnd er í Sjónvarpi Símans og hefur vakið mikið umtal.

Morgunblaðið um HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA: Lof sé lægsta samnefnara

"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR