Kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, vann til verðlauna sem besta norræna myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í í Kaliforníu.
Margar furðulegar og skemmtilegar persónur en frásögnin ekki nógu heildstæð, er meðal þess sem Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar, nefnir í umsögn sinni um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.
Lauslega ofið safn smásagna sem hættir til að vera yfirborðskennt en tilfinning fyrir samfélagi og umhverfi er sannfærandi, segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri kom að hvorki meira né minna en fjórum kvikmyndum sem allar voru frumsýndar nú í októbermánuði, ýmist á Íslandi, í Svíþjóð eða Bandaríkjunum.
"Hluti af þessari nýju og spennandi stefnu í íslenskri kvikmyndagerð sem felst í því að fanga tilveru mannsins," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í fjögurra og hálfs stjörnu umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.
"Sagan er marglaga og styrkleikarnir fleiri en veikleikarnir. Myndin er til þess fallin að ganga í breiðan hóp kvikmyndaunnenda heima og heiman og því er óhætt að mæla með henni fyrir næstu bíóferð," skrifar Nína Richter í Fréttablaðið um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.
Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins verður lokamynd RIFF í ár. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006.
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.
Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins hefur verið valin til þátttöku í verk í vinnslu hluta Les Arcs kvikmyndahátíðarinnar. 17 kvikmyndir í eftirvinnslu verða kynntar fyrir fagaðilum í kvikmyndaiðnaðinum, en viðburðurinn er hluti af Industry Village sem fer fram í stafrænu formi dagana 20.-22. janúar.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.