SUMARLJÓS í fimmta sæti eftir aðra helgi

Sumarljós og svo kemur nóttin fékk 712 gesti í vikunni.

Heildaraðsókn alls nemur aðsókn 1,595 gestum eftir aðra helgi. Myndin er í fimmta sæti.

Abbababb! er í áttunda sæti aðsóknarlistans. 509 sáu myndina í vikunni, en myndin hefur nú alls fengið 10,880 gesti eftir sjöttu helgi.

Svartur á leik (2012), er í sýningum vegna 10 ára afmælis. Myndin fékk 444 gesti í vikunni og nemur heildaraðsókn því 65,693 gestum. Hún er í 11. sæti aðsóknarlistans.

Svar við bréfi Helgu er áfram í 13. sæti eftir áttundu helgi. 274 sáu myndina í vikunni, en heildarfjöldi nemur nú 9,152 gestum.

Heimildamyndina Sundlaugasögur sáu 51 í vikunni. Heildaraðsókn nemur 369 gestum eftir þriðju helgi. Myndin er í 21. sæti.

Heimildamyndina Velkominn Árni sáu 7 í vikunni, en alls hefur hún fengið 794 gesti eftir fimmtu helgi. Myndin er í 27. sæti.

Aðsókn á íslenskar myndir 17.-23. okt. 2022

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
2Sumarljós og svo kemur nóttin712 (383)1,595 (883)
6Abbababb!509 (837)10,880 (10,371)
3Svartur á leik (endursýnd)444 (1,039)65,693 (65,249)
8Svar við bréfi Helgu274 (496)9,152 (8,878)
3Sundlaugasögur51 (84)369 (318)
5Velkominn Árni7 (50)794 (787)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR