spot_img

SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum

Myndin opnar í New York í seinni hluta september og verður síðan sýnd í Los Angeles. Eftir það verður hún sýnd víða um Bandaríkin.

Juno Films dreifir myndinni vestanhafs. Myndin var valin norræn mynd ársins á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í fyrra.

Deadline skýrir frá og hefur eftir Elizabeth Sheldon hjá Juno Films að myndin sýni dásamlegt persónugallerí í gleði og sorg og hið óvænta samhengi milli lífs og dauða. Hún segist þess fullviss að myndin muni snerta breiðan áhorfendahóp.

HEIMILDDeadline
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR