HeimEfnisorðLof mér að falla

Lof mér að falla

33 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2019

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

Aðsókn | „Kona fer í stríð“ nálgast 20 þúsund gesti í kjölfar Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Sýningar eru hafnar á ný á kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum sem og fern verðlaun í Lubeck. Myndin nálgast 20 þúsund gesta markið. Rúmlega 51 þúsund hafa nú séð Lof mér að falla og Undir halastjörnu er komin yfir þrjú þúsund gesti.

Aðsókn | „Lof mér að falla“ með tæplega 47 þúsund gesti eftir sjöttu helgi, „Undir halastjörnu“ í 7. sæti

Undir halastjörnu eftir Ara Alexander er í 7. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Lof mér að falla er komin upp að Vonarstræti, síðustu mynd Baldvins Z, í aðsókn eftir sjöttu sýningarhelgi, en alls hafa tæplega 47 þúsund manns séð hana hingað til.

Variety um „Lof mér að falla“: Stendur uppúr öðrum nýlegum myndum um fíkla

Alissa Simon, gagnrýnandi Variety, skrifar um Lof mér að falla sem nú er sýnd á Busan hátíðinni í S-Kóreu. Hún segir myndina standa uppúr öðrum nýlegum myndum sem fjalli um heim fíkla.

Baldvin Z ræðir „Lof mér að falla“

Baldvin Z. heimsótti kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands nýverið og spjallaði um Lof mér að falla fyrir fullum sal áhugafólks um kvikmyndagerð. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ritaði stytta og ritstýrða útgáfu af því sem bar á góma í umræðunum.

Hollywood Reporter um „Lof mér að falla“: Grípandi og hjartnæm

Stephen Dalton hjá The Hollywwod Reporter skrifar um Lof mér að falla Baldvins Z frá Toronto hátíðinni sem er nýlokið. Hann segir myndina grípandi og hjartnæma frásögn um kunnuglegt efni, sem geri bæði angist og alsælu vímuefnamisnotkunar góð skil, þökk sé góðum leikarahópi, flottri myndatöku og handriti.

Engar stjörnur um „Lof mér að falla“: Raunveruleg saga af raunverulegu fólki

"Þetta er ekki spennuþrungin frásögn heldur næm og grípandi umfjöllun um fíkla – sem hér eru venjulegar manneskjur með ástríður og drauma, ekki tölur á blaði eða hættulegir glæpamenn," segir Sólveig Johnsen hjá Engum stjörnum, kvikmyndaumfjöllun Kvikmyndafræðideildar HÍ um Lof mér að falla Baldvins Z.

Aðsókn | Mikil aðsókn á „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi, en alls hafa um 23,500 séð hana hingað til, sem þýðir að yfir fimmtán þúsund manns sáu hana í síðustu viku.

Menningarvefur RÚV um „Lof mér að falla“: Mikilvæg mynd um grimman heim eiturlyfjaneyslu

"Það er mikilvægt að sem flestir unglingar og foreldrar sjái þessa mynd og ræði saman um efni hennar," segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi Menningarvefs RÚV um Lof mér að falla Baldvins Z.

Menningarsmygl um „Lof mér að falla“: Þegar eymdin ein er eftir

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z á vef sinn Menningarsmygl. Hann segir margt fantavel gert í myndinni en að hún falli á handritinu, "ekki einstaka veikleikum í uppbyggingu sögunnar, heldur miklu frekar á því að handritið er ekki alveg jafn hugrakkt og kvikmyndagerðin sjálf."

Fréttablaðið um „Lof mér að falla“: Skítug tuska framan í smáborgara

"Fantavel leikin og í grunninn vel gerð bíómynd um brýnt efni sem verður langdregin vegna þess að höfundarnir gera hana af alúð og virðingu og liggur meira á hjarta en formið þolir," segir Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu um Lof mér að falla Baldvins Z.

Morgunblaðið um „Lof mér að falla“: Vandað og áhrifaríkt

Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu skrifar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z og segir hana vandaða og áhrifaríka, en veltir fyrir sér hvort ganga hefði mátt enn lengra í að sýna hörmungar dópheimsins. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Menningin um „Lof mér að falla“: Vægðarlaus innsýn í líf fíkla

"Krefjandi en áhrifamikil kvikmynd þar sem áhorfandinn sogast hægt og rólega niður í eiturlyfjafenið", segir Hlín Agnarsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z.

Aðsókn | Stór opnunarhelgi hjá „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í efsta sæti aðsóknarlistans eftir helgina með vel yfir átta þúsund gesti. Þetta eru mun stærri opnunartölur heldur en á síðustu mynd Baldvins, Vonarstræti (2014).

Frumsýning: „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z verður frumsýnd í Senubíóunum þann 7. september. Forsýningar fara fram í kvöld og á morgun. Hátíðarsýning fór fram í gær, en myndin er heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni um helgina.

„Lof mér að falla“ valin á Toronto hátíðina

Lof mér að falla eftir Baldvin Z hefur verið valin á Toronto hátíðina sem hefst þann 6. september næstkomandi. Myndin verður frumsýnd á Íslandi þann 7. september.

Ingvar Þórðarson um „Lof mér að falla“ og leynivopn Íslands

Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.

Baldvin Z: Miklu erfiðara að gera heimildamynd en leikna mynd

Baldvin Z mun frumsýna heimildamynd sína um Reyni sterka í haust, en tökur eru nú nýhafnar á þriðju bíómynd hans, Lof mér að falla. Hann ræðir við Vísi um heimildamyndina og nýju bíómyndina.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR