HeimEfnisorðHlynur Pálmason

Hlynur Pálmason

Cinevue um „Vetrarbræður“: Djörf, köld og dimm

John Bleasdale skrifar á vefinn Cinevue um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar, nú á Locarno hátíðinni. Bleasdale segir myndina djarfa, kalda og dimma með slettum af húmor inná milli en nokkuð vanti uppá söguna.

Cineuropa um „Vetrarbræður“: Fínlegt, beitt listaverk með mikið hjarta

Vassilis Economou skrifar í Cineuropa um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Locarno hátíðinni.  Hann segir myndina sterka frumraun sem sé bæði myndrænt og frásagnarlega einstök.

[Stikla, plakat] „Vetrarbræður“ eftir Hlyn Pálmason

Stikla Vetrarbræða (Vinterbrödre) fyrstu bíómyndar Hlyns Pálmasonar, hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Myndin, sem er dönsk/íslensk framleiðsla, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno í dag.

New Europe Film Sales selur „Vetrarbræður“ á heimsvísu, tekur þátt í keppni í Locarno

Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.

Anton Máni, framleiðandi á ferð og flugi 

Anton Máni Svansson framleiðandi, sem var einn þátttakenda í Producers on the Move verkefninu í Cannes, ræðir við Morgunblaðið um reynslu sína og verkefnin framundan. Fram kemur í viðtalinu að Hjartasteinn hafi nú selst til yfir 50 landa og að næsta verkefni hans verði íslenskur spennutryllir í leikstjórn Hlyns Pálmasonar.

Tökum lokið á „Vinterbrödre“

Tökum á Vetrarbræðrum (Vinterbrödre), fyrstu bíómynd Hlyns Pálmasonar er lokið. Þær fóru fram á sex vikum í Faxe í Danmörku. Framleiðendur kynna nú myndina í Cannes en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd undir lok árs.

„Sjö bátar“ verðlaunuð á Minimalen hátíðinni

Sjö bátar, stuttmynd Hlyns Pálmasonar, var valin besta norræna listræna myndin á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi sem fór fram frá 27. – 31. janúar. Um er að ræða fyrstu verðlaun myndarinnar, sem var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto haustið 2014 og hefur síðan þá ferðast á yfir 20 alþjóðlegar kvikmyndahátíðir.

Hlynur Pálmason gerir „Vinterbrödre“ í Danmörku

Hlynur Pálmason, sem útskrifaðist af leikstjórnarbraut Danska kvikmyndaskólans 2013, hefur tökur í fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd á næstu dögum. Myndin verður gerð í Danmörku og kallast Vinterbrödre, en verkefnið hefur fengið styrk frá Dönsku kvikmyndastofnuninni (DFI) uppá fimm milljónir danskra króna eða rúmar 95 milljónir króna. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er meðframleiðandi.

„Vonarstræti“ og stuttmyndirnar „Tvíliðaleikur“ og „Sjö bátar“ keppa á Toronto

Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z og stuttmyndinrar Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason og Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur verða fulltrúar Íslands á Toronto hátíðinni sem hefst á fimmtudag.

„Salóme“, „Leitin að Livingstone“, „Málarinn“, „Hjónabandssæla“ og „Megaphone“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR