Anton Máni, framleiðandi á ferð og flugi 

Anton Máni Svansson framleiðandi.

Anton Máni Svansson framleiðandi, sem var einn þátttakenda í Producers on the Move verkefninu í Cannes, ræðir við Morgunblaðið um reynslu sína og verkefnin framundan. Fram kemur í viðtalinu að Hjartasteinn hafi nú selst til yfir 50 landa og að næsta verkefni hans verði íslenskur spennutryllir í leikstjórn Hlyns Pálmasonar.

Í frétt Morgunblaðsins segir:

„Cann­es kvik­mynda­hátíðin er mér mjög kær og mik­il­væg þar sem hún er ekki ein­göngu sú virt­asta í heim­in­um held­ur einnig fyrsta er­lenda kvik­mynda­hátíðin sem ég fór á. Það var ein­stök reynsla er ég fór þangað fyrst 2013 ásamt vini mín­um og leik­stjóra Guðmundi Arn­ari. Við fór­um þá með stutt­mynd okk­ar Hval­fjörður í aðal­keppn­ina og unn­um sér­stök dóm­nefnd­ar­verðlaun en sá ár­ang­ur kom okk­ur al­menni­lega á kortið og opnaði marg­ar dyr. Síðan þá heim­sæki ég hátíðina á hverju ári,“ seg­ir kvik­mynda­fram­leiðand­inn Ant­on Máni Svans­son en hann var einn þeirra Íslend­inga sem sóttu alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðina í Cann­es í Frakklandi sem lauk um helg­ina.

Lán­sam­ur

Ant­on Máni seg­ist þetta árið hafa verið svo lán­sam­ur að hljóta þann heiður að vera val­inn í sér­stakt verk­efni hátíðar­inn­ar sem kall­ast „Producers on the move“. Fram­leiðend­ur frá Evr­ópu­lönd­um geta sótt um að taka þátt í því og er mark­miðið að tengja sam­an fram­leiðend­ur á upp­leið í fag­inu og styrkja þannig tengslanet hvers og vekja at­hygli á þeim um leið.

Ein­ung­is tveir nor­ræn­ir fram­leiðend­ur voru vald­ir þetta árið, frá Íslandi og Dan­mörku, en í heild­ina voru fram­leiðend­urn­ir 20 frá Evr­ópu­lönd­um. „Þetta pró­gramm er skipu­lagt af Europe­an Film Promoti­on og eru þau mjög öfl­ug í að aug­lýsa okk­ur, hina völdu fram­leiðend­ur, t.d. í stærstu kvik­mynda­tíma­rit­un­um. Þetta er mjög fínn fag­mennsk­ustimp­ill, ef svo má segja og líka frá­bært viðskipta­tæki­færi þar sem maður nær að kynn­ast vel fram­leiðend­um frá 19 öðrum Evr­ópu­lönd­um sem og ýms­um stærri aðilum úr brans­an­um. Þetta snýst mest um tengslamynd­un þar sem það er einn aðallyk­ill­inn að vel­gengni í þess­um bransa. Enn­frem­ur fáum við svo áhuga­verða fræðslu sem gef­ur manni oft nýja sýn og opn­ar huga manna fyr­ir ýms­um nýj­um aðferðum og mögu­leik­um í fram­leiðslu,“ seg­ir Ant­on Máni.

Hjarta­steinn seld­ur til yfir 50 landa

„Ég er hér mest að nýta tæki­færið til að kynna nýj­ustu verk mín og finna bestu mögu­legu sam­starfsaðilana, meðfram­leiðend­ur og sölu­fyr­ir­tæki. Það hef­ur gengið al­veg ein­stak­lega vel og ég finn að mik­il spenna er fyr­ir næstu verk­um okk­ar hjá Join Moti­on Pict­ur­es.

Við erum enn að fylgja eft­ir kvik­mynd okk­ar Hjarta­steini en hún hef­ur verið seld núna til yfir 50 landa og hef­ur hlotið 30 alþjóðleg verðlaun. Hún er að byrja í kvik­mynda­hús­um núna á næstu vik­um í Dan­mörku og Svíþjóð en hún verður sýnd áfram á Íslandi í sum­ar í Bíó Para­dís,“ seg­ir Ant­on Máni.

Vetr­ar­bræður og spennu­tryll­ir

Ant­on Máni seg­ir næst á dag­skrá hjá Join Moti­on Pict­ur­es að frum­sýna í haust fyrstu mynd Hlyns Pálma­son­ar, leikna kvik­mynd í fullri lengd sem nefn­ist Vin­ter­brødre, þ.e. Vetr­ar­bræður, sem fyr­ir­tækið fram­leiði með danska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Masterpl­an Pict­ur­es. „Sú mynd var tek­in upp í Dan­mörku með dönsk­um leik­ur­um. „Vetr­ar­bræður ger­ist í ein­angraðri verka­manna­byggð á köld­um vetri. Við fylgj­umst með bræðrun­um Emil og Joh­an og verðum vitni að því er of­beld­is­full­ar deil­ur brjót­ast út milli þeirra og annarr­ar fjöl­skyldu á vinnustaðnum. Þetta er saga um skort á ást sem fókus­ar á yngri bróður­inn, Emil, og þörf hans fyr­ir að vera elskaður og þráður,“ seg­ir Ant­on Máni.

Hlyn­ur er kom­inn langt á leið með næstu kvik­mynd sína og seg­ist Ant­on Máni hafa nýtt dvöl­ina í Cann­es í að stilla upp fjár­mögn­un þeirr­ar mynd­ar sem von­ir standi til að tek­in verði upp á næsta ári. Kvik­mynd­in verði ís­lensk­ur spennu­tryll­ir og ólík­ur öðrum slík­um sem gerðir hafi verið á Íslandi.

Sjá nánar hér: „Mjög fínn fagmennskustimpill“„

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR