HeimEfnisorðFjárlög 2015

Fjárlög 2015

Viðhorf | Nú verða (ekki) sagðar fréttir

Fyrirætlanir stjórnvalda um lækkun útvarpsgjalds virðast ætla að ganga eftir, þó ekki sé útséð enn hvernig það fari. Erfitt er að koma auga á skynsemina í þessu plani þegar búið er að skerða opinbera fjármögnun stofnunarinnar um fjórðung á undanförnum áratug þannig að henni er illkleift að standa við skyldur sínar samkvæmt lögum, segir Ásgrímur Sverrisson.

Stjórn RÚV varar við niðurskurðarhugmyndum

Komið hefur í ljós að frétt Morgunblaðsins um að RÚV fengi 400 milljónir króna til viðbótar á næsta ári er á misskilningi byggð. Líkt og stjórnvöld höfðu áður sagt verður útvarpsgjaldið lækkað á næsta ári og einnig því þar næsta, en látið renna óskert til RÚV. Stjórn RÚV hefur sent frá sér einstæða yfirlýsingu af þessu tilefni þar sem varað er eindregið við þessum hugmyndum.

Viðhorf | Hvað varð um sóknaráætlun skapandi greina?

Af einhverjum ástæðum bólar enn ekkert á svokallaðri sóknaráætlun skapandi greina sem forsætisráðherra kynnti í síðasta áramótaávarpi að kæmi fram á árinu. Ásgrímur Sverrisson rifjar upp ummæli forsætisráðherra og menntamálaráðherra um þetta mál.

50 milljón króna hækkun til Kvikmyndasjóðs

Gert er ráð fyrir 50 milljón króna hækkun á framlagi til Kvikmyndamiðstöðvar í breytingatillögum við fjárlagafrumvarp 2015. Samkvæmt frumvarpinu var gert ráð fyrir að heildarframlag til KMÍ næmi 835,9 mkr., en verður nú 885,9 mkr.

RÚV fær allt útvarpsgjaldið

Boðaðar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs fela meðal annars í sér að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert en til þessa hefur hluti þess farið í annað. Framlag til RÚV á fjárlögum fer því úr fyrirhugðum 3.5 milljörðum króna í 3.9 milljarða. (Uppfært 3. desember: Ívitnuð frétt Morgunblaðsins er röng, RÚV fær ekki 400 milljónir króna til viðbótar.)

BÍL vill aukin framlög til kvikmyndagerðar, óskert útvarpsgjald og aukna fjárfestingu í skapandi greinum

Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur sent umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2015 til fjárlaganefndar, nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar fengu umsögnina einnig senda. Meðal annars leggur BÍL til að framlag í Kvikmyndasjóð verði aukið um 200 milljónir króna og að innheimtu útvarpsgjaldi verði skilað að fullu til Ríkisútvarpsins.

Viðhorf | Hvernig getur niðurskurður orðið að aukningu?

"Í desember í fyrra, þegar ljóst var að ráðherra færi fram með 42% niðurskurð á kvikmyndasjóði og vísaði í eldra samkomulag, þá óskuðu fagfélög í kvikmyndagerð eftir því formlega við ráðherra að samkomulag greinarinnar yrði endurskoðað og lögðu fram hugmyndir að nýju samkomulagi. Nú er liðið tæpt ár frá því að þessar tillögur voru lagðar fram og enn hefur erindinu ekki verið svarað," segir Hilmar Sigurðsson formaður SÍK.

Benedikt við SVT: Menn ættu ekki bara að brosa þegar þeir fengju verðlaun

Benedikt Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri, kvaðst standa við hvert orð í þakkarræðu sinni í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT. Menn ættu ekki bara að brosa þegar þeir fengju verðlaun. Benedikt segir að mögulega hafi hann þó eyðilagt kvöldið fyrir íslenskum stjórnmálamönnum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Hilmar Sigurðsson: Óstöðugleiki í fjármögnun kvikmyndagerðar kemur sér afar illa

Norrænu kvikmyndaverðlaunin sem komu í hlut íslenskra kvikmyndagerðarmanna fylla menn bjartsýni en mikill óstöðugleiki í fjármögnun kemur sér afar illa, segir Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda í viðtali við RÚV.

Viðhorf | Blekkingar og staðreyndir um framleiðslu íslenskra kvikmynda

"Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna," segir Björn B. Björnsson.

Auglýst eftir efndum og endurnýjun á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu

Hilmar Sigurðsson formaður SÍK og Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL auglýsa eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.

Hækkanir til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands samkvæmt samkomulagi

Samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 87,6 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 2,8 m.kr. Hækkanirnar eru í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012–2015.

Aukning í Kvikmyndasjóð?

Fjárlagafrumvarp verður lagt fram á morgun. Litlir fuglar hafa hvíslað því að Klapptré að til standi að auka verulega framlög til Kvikmyndasjóðs.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR