spot_img
HeimEfnisorðCineuropa

Cineuropa

Sara Nassim: Líkar það þegar starfið er krefjandi

Sara Nassim framleiðandi (Dýrið, Fár) tekur þátt í Producers on the Move á Cannes hátíðinni í ár. Cineuropa ræddi við hana um verkefnin framundan og framleiðendastarfið.

Gísli Snær: Framtakssemin okkur í blóð borin

Cineuropa ræddi á dögunum við Gísla Snæ Erlingsson forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um íslenskar kvikmyndir, stöðu og horfur.

Cineuropa um KING OF THE BUTTERFLIES: Kærleiksrík svipmynd

"Einstök portrettmynd," segir Davide Abbatescianni hjá Cineuropa meðal annars um heimildamynd Ólafs de Fleur, King of the Butterflies, sem tók þátt í Nordisk Panorama hátíðinni og er nú sýnd á RIFF.

Cineuropa um VOLAÐA LAND: Verk í hæsta gæðaflokki

Fyrsta umsögn um Volaða land Hlyns Pálmasonar er komin fram. Fabien Lemercier, gagnrýnandi Cineuropa, segir myndina í hæsta gæðaflokki og aðeins sé spurning hvenær Hlynur taki þátt í aðalkeppninni.

Cineuropa um LEYNILÖGGU: Heilmikil fáránleikaskemmtun

"Ekki hátíðamynd í nokkrum skilningi þess orðs og sýnir að hvað það er sem er í gangi í aðalkeppni Locarno hátíðarinnar er afar ruglandi," skrifar Marta Bałaga í Cineuropa um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar - virðist þó hafa dálítið gaman af öllu saman.

Cineuropa um “Héraðið”: Áhrifamikil saga um uppreisn

"Þegar upp er staðið er mynd Gríms áhrifamikil saga um uppreisn í lokuðu samfélagi sem stendur fyrir öll undirokuð samfélög," segir Davide Abbatescianni í Cineuropa um Héraðið Gríms Hákonarsonar.

Cineuropa um “Tryggð”: Frábært sálfræðilegt drama

Frábært sálfræðilegt drama segir Davide Abbatescianni um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur í Cineuropa, en myndin var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg.

Cineuropa um “Taka 5”: Ein ísmeygilegasta svarta gamanmynd sem sést hefur um hríð

"Taka 5, fyrsta bíómynd Magnúsar Jónssonar, sem frumsýnd var á Stockfish hátíðinni, er ein ísmeygilegasta svarta gamanmynd sem sést hefur um hríð," segir Marina Richter gagnrýnandi Cineuropa.

Cineuropa um “Undir halastjörnu”: Fórnin á Mikjálsmessu

"Áhorfendum er talið trú um að þeir séu um það bil að horfa á enn eina Nordic Noir myndina, en smám saman færist leikurinn yfir á svið hins líkamlega hryllings," segir Tristan Priimägi hjá Cineuropa um Undir halastjörnu Ara Alexanders.

Cineuropa um “Andið eðlilega”: Svona er kerfið

Vassilis Economou skrifar í Cineuropa um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur sem var valin besti erlendi leikstjórinn á nýliðinni Sundance hátíð. Hann segir myndina koma fyrir sem einarða lýsingu á lítt þekktum félagslegum aðstæðum á Íslandi.

Cineuropa um “Svaninn”: Þroskasaga með snert af töfraraunsæi

Vassilis Economou skrifar frá Toronto í Cineuropa um Svaninn Ásu Helgu Hjörleifsdóttir og segir Ásu hafa skapað brothætta frásögn um þroskaferil og sjálfskönnun, auk þess sem hann hrósar sérstaklega leik Grímu Valsdóttur.

Cineuropa um “Undir trénu”: Rústið náunga yðar

Vassilis Economou skrifar á Cineuropa um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og segir hana þurra og dökka háðsádeilu um niðurbrot félagslegra og persónulegra samskipta.

Cineuropa um “Vetrarbræður”: Fínlegt, beitt listaverk með mikið hjarta

Vassilis Economou skrifar í Cineuropa um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Locarno hátíðinni.  Hann segir myndina sterka frumraun sem sé bæði myndrænt og frásagnarlega einstök.

Cineuropa um “Atelier”: Bláköld og brothætt

Laurence Boyce hjá Cineuropa skrifar umsögn um Atelier, útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum. Myndin var sýnd á nýliðinni Karlovy Vary hátíð.

Elsa María Jakobsdóttir ræðir um “Atelier”

Elsa María Jakobsdóttir ræðir við Cineuropa um útskriftarmynd sína Atelier, sem sýnd var á nýliðinni Karlovy Vary hátíð undir merki Future Frames.

Cineuropa um “Þresti”: Sakleysið skyndilega kvatt

"Rúnar Rúnarsson hefur gert yfirvegaða frásögn um breytinguna frá unglingsárum til fullorðinsára sem er miklu harkalegri og grimmdarlegri en virðist við fyrstu sýn," segir Alfonso Rivera hjá Cineuropa meðal annars um Þresti sem nú er sýnd á San Sebastian hátíðinni.

Cineuropa um “Hrúta”: Húmor og blíða undir hrjúfu yfirborði

"Bræður í stríði" er yfirskrift umsagnar Fabien Lemercier hjá Cineuropa um Hrúta Gríms Hákonarsonar sem segir ýmsa nýlundu bera fyrir augu í myndinni. Hann segir jafnframt myndina einfalda, markvissa og fulla af kærleik.

Cineuropa um “Fúsa”: Virkilega falleg frásögn

Vladan Petkovic hjá Cineuropa skrifar um Fúsa Dags Kára frá Berlínarhátíðinni og segir hana virkilega fallega frásögn sem gæti gengið vel á markaði listrænna kvikmynda sé rétt á spöðum haldið.

Árni Filippusson í viðtali um ferilinn og verkefnin framundan

Árni Filippusson framleiðandi hjá Mystery Productions og tökumaður er fulltrúi Íslands í Producer on the Move þetta árið. Cineuropa ræddi við hann um hvernig hann komst inní bransann og verkefnin framundan.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR