Anton Máni Svansson formaður SÍK bregst við skrifum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um næstu skref í málefnum kvikmyndagerðarinnar og segist fagna þeim megináherslum sem þar koma fram.
Það er þessi tími ársins og komið að ársuppgjöri íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransans. Framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Hlín Jóhannesdóttir fara yfir málin.
Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar og Anton Máni Svansson formaður SÍK ræða við Nordic Film and TV News um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndasjóðs.
Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, var haldin á dögunum. Átta kvikmyndaframleiðendur hafa gengið til liðs við SÍK, sem ber vott um þá miklu grósku sem nú er í íslenskri kvikmyndagerð.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut Baltic Film Prize verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi, sem haldin var í 64. skipti þann 2.-6. nóvember.
Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.
Stuttmyndin Selshamurinn (Sealskin) eftir Uglu Hauksdóttir er frumsýnd í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Huesca á Spáni. Sökum faraldursins fer hátíðin að mestu fram á netinu og geta allir sem vilja horft á myndina frítt, eftir að hafa skráð sig. Myndin, sem er 13 mínútur að lengd, er aðgengileg til 20. júní.
Bíómyndin Berdreymi, sem framleidd er af Anton Mána Svanssyni, hlaut á dögunum rúmlega 16,8 milljónir króna frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Guðmundur Arnar Guðmundsson (Hjartasteinn) leikstýrir, en áætlað er að tökur hefjist í lok ágúst.
Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var eitt fjögurra verkefna í vinnslu sem hlutu sérstaka viðurkenningu á CineMart samframleiðslumessunni á Rotterdam í dag.
Hvítur, hvítur dagur, væntanleg bíómynd Hlyns Pálmasonar, var annað tveggja verkefna í vinnslu sem voru valin á tvo mikilvægustu samframleiðslumarkaði Evrópu, Cinemart í Rotterdam og Berlinale Co-production Market í Berlín. Rotterdam hátíðin er nú hafin en Berlinale hefst 15. febrúar. Um er að ræða sérstakt samstarf þessara tveggja hátíða sem kallast Rotterdam-Berlinale Express og var stofnað 2002.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.
Næsta verkefni Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið 110 milljón króna vilyrði úr Kvikmyndasjóði. Tökur eru fyrirhugaðar á næsta ári, Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures framleiðir.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.
Anton Máni Svansson framleiðandi, sem var einn þátttakenda í Producers on the Move verkefninu í Cannes, ræðir við Morgunblaðið um reynslu sína og verkefnin framundan. Fram kemur í viðtalinu að Hjartasteinn hafi nú selst til yfir 50 landa og að næsta verkefni hans verði íslenskur spennutryllir í leikstjórn Hlyns Pálmasonar.
Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures, framleiðandi Hjartasteins og meðframleiðandi Vetrarbræðra, hefur verið valinn í Producers on the Move verkefnið sem fram fer í Cannes síðar í maí.
Framleiðendur Hjartasteins, Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson, fengu Lorens framleiðendaverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut þrenn verðlaun á hinni nýafstöðnu Molodist kvikmyndahátíð í Kiev í Úkraínu. Myndin fékk áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, FIPRESCI verðlaun samtaka gagnrýnenda og einnig hlaut Baldur Einarsson sérstaka viðurkenningu fyrir hlutverk sitt.
Anton Máni Svansson, framleiðandi Hjartasteins er hæstánægður með viðtökur myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og segir að teymið á bak við myndina sé hreinlega í skýjunum.
Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd tekur þátt í keppni á þessari merku hátíð.
Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director's Fortnight.
Hlynur Pálmason, sem útskrifaðist af leikstjórnarbraut Danska kvikmyndaskólans 2013, hefur tökur í fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd á næstu dögum. Myndin verður gerð í Danmörku og kallast Vinterbrödre, en verkefnið hefur fengið styrk frá Dönsku kvikmyndastofnuninni (DFI) uppá fimm milljónir danskra króna eða rúmar 95 milljónir króna. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er meðframleiðandi.
Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur fengið 47,5 milljóna króna styrk frá Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Myndin fer í tökur síðsumars.
Afganska kvikmyndin Wolf and Sheep er nú í fjármögnun og verður það fyrsta myndin frá þvísa landi sem leikstýrt verður af konu. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er einn framleiðenda myndarinnar, sem meðal annars leitar framleiðslufjár gegnum hópfjármögnun.