Sjáðu SELSHAMINN, nýja stuttmynd Uglu Hauksdóttur, hér

Úr Selshaminum eftir Uglu Hauksdóttur.

Stuttmyndin Selshamurinn (Sealskin) eftir Uglu Hauksdóttir er frumsýnd í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Huesca á Spáni. Sökum faraldursins fer hátíðin að mestu fram á netinu og geta allir sem vilja horft á myndina frítt, eftir að hafa skráð sig. Myndin, sem er 13 mínútur að lengd, er aðgengileg til 20. júní.

Hægt er að gefa myndinni atkvæði fyrir áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.

Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu.

Ugla Hauksdóttir skrifar handrit og leikstýrir. Anton Máni Svansson framleiðir fyrir Join Motion Pictures, en með hlutverk fara Björn Thors, Bríet Sóley Valgeirsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir.

Smelltu hér til að skrá þig og skoða myndina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR