Tökur hafnar á „Hjartasteini“

hjartasteinn-promo-landscapeTökur eru hafnar á Hjartasteini Guðmundar Arnars Guðmundssonar og fara fram í Borgarfirði eystri. Þetta er fyrsta mynd Guðmundar í fullri lengd.

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Sagan fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina.

Guðmundur Arnar skrifar einnig handritið en Anton Máni Svansson framleiðir fyrir Join Motion Pictures.

Sturla Brandth Grøvlen, sem filmaði Hrúta Gríms Hákonarsonar, er einnig tökumaður þessarar myndar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR