2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).
Afinn, kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, hlaut í gærkvöldi verðlaun á Tiburon International Film Festival í Kalíforníufylki í Bandaríkjunum fyrir bestu gamanmyndina.
Ingvar Þórðarson framleiðandi er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar er meðal annars farið yfir feril hans, rætt um stöðuna í kvikmyndagerð og verkefni framundan.
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum er áfram í fimmta sæti aðsóknarlistans eftir sjöttu sýningarhelgi. Myndina sáu 796 manns í liðinni viku, þar af 429 um helgina. Myndin hefur fengið alls 31.846 gesti.
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum fellur í fimmta sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi. Fall milli vikna er nokkuð skart eða 68% en engu að síður sáu myndina 2.230 manns í liðinni viku, þar af 653 um helgina. Myndin hefur fengið alls 31.274 gesti. Vafi leikur á hvort hún nái vinsælustu Sveppamyndinni, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, sem út kom 2010 og var önnur í röðinni. Sú mynd fékk alls 37.506 gesti.
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum situr nú í fjórða sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi. Alls sáu myndina 4.571 manns í liðinni viku, þar af 1.995 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 30.386 gesti.
Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, gefur ögn eftir á þriðju sýningarhelgi og er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans. Alls komu 9.558 manns á myndina í liðinni viku, þar af 4.135 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 27.955 gesti.
Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, heldur áfram að moka inn áhorfendum. Alls komu 13.462 manns á myndina í liðinni viku, þar af 8.635 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 22.897 gesti eftir aðra sýningarhelgi og situr aftur á toppi aðsóknarlistans. Interstellar, sem frumsýnd var um helgina, kemur nokkuð á eftir með 7.468 gesti.
Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, fékk alls 11.425 manns á opnunarhelginni og 12.225 séu forsýningar meðtaldar. Þetta er stærsta opnunarhelgi alla Sveppamyndanna fram að þessu og fjórða stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar frá því mælingar hófust 1996. Myndin trónir í efsta sætinu, en Grafir og bein eru í því þriðja með alls 2.128 gesti að forsýningum meðtöldum (1.418 um opnunarhelgina).
Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu 1.375 myndina um helgina em alls 4.739 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur því 7.476 manns.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur átti ágæta frumsýningarhelgi, en alls sáu myndina 4.224 manns frumsýningarhelgina ef forsýningar eru meðtaldar. Myndin situr í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS. Þetta er þriðja stærsta opnun íslenskrar kvikmyndar á árinu.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir hjá Fréttablaðinu segir Afann kærkomna tilbreytingu "frá þeim íslensku myndum sem hafa verið gerðar síðustu ár. Myndin er hreinræktað skemmtiefni sem öll fjölskyldan ætti að geta hlegið að - og kannast við þær aðstæður sem afinn sjálfur lendir í."
"Kvikmyndagerðinni í Afanum er best lýst sem viðunandi. Það er ekkert sem sker sig úr við hana, hvorki á slæman né góðan hátt. Þessi mynd er gerð af mönnum sem vita hvað þeir eru að gera en um leið vantar allan karakter og stíl og fyrir vikið er myndin óttalega þurr og bragðlítil," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.
Gagnrýnanda DV finnst Sigga Sigurjóns takast á frábærlega tilgerðarlausan hátt að gæða þennan önuglynda mann sympatísku lífi en segir vandamálin ekki dregin nógu skýrt fram í handritinu.
Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu fjallar um Afann í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar og segir myndina eiga erindi við alla og að hún ætti að geta skemmt flestum kostulega.
Sýningar hefjast 26. september á kvikmyndinni Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir eftir eigin handriti sem aftur byggir á samnefndu leikriti hans.
Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd 25. september. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Steindi Jr. og Tinna Sverrisdóttir.
Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.
Tökur á kvikmyndinni Afanum í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar eru hafnar. Með titilhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Hér má sjá smá sýnishorn frá tökum.
Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.