Fyrsta kitla „Afans“ er hér

Sigurður Sigurjónsson er afinn.
Sigurður Sigurjónsson er afinn.

Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd 25. september. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Sigrún Edda Björns­dótt­ir, Þor­steinn Bachm­ann, Steindi Jr. og Tinna Sverr­is­dótt­ir.

Myndin seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um á sama tíma og að erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og við skipu­lagn­ingu á brúðkaupi dótt­ur sinn­ar. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Ísland og á Land­spít­al­ann.

Fyrstu kitlu myndarinnar má sjá hér fyrir neðan. Þrjár kitlur til viðbótar eru væntanlegar næstu daga.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR