Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.
Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar Á ferð með mömmu.
"Ást og væntumþykja fyrir landinu, persónunum og lífinu sjálfu," segir Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
"Sérlega áferðarfögur vegamynd sem gerist mikið til á seiðandi mörkum ímyndunar og raunveruleika," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
Fransk/breska sölufyrirtækið Alief hefur selt sýningarréttinn á kvikmyndinni Á ferð með mömmu til Bretlands og Írlands annarsvegar og Póllands hinsvegar. Myndin tekur þátt í Glasgow Film Festival sem stendur yfir.
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður dreift í þýskumælandi löndum af dreifingarfyrirtækinu Prokino Filmverleih, sem sérhæfir sig í listrænum myndum. Sýningar hefjast hér 24. febrúar.
Wendy Ide hjá Screen skrifar frá Tallinn um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson, en myndin vann aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar um helgina.
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson hlaut aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar í gærkvöldi. Myndin hlaut einnig verðlaun fyrir bestu tónlist Tõnu Kõrvits.
"Hilmar heldur tóninum angurværum og finnur leið til að skipta frásögninni milli hversdagslegs absúrdisma og hreins súrrealisma og aftur til baka," segir meðal annars í umsögn Amber Wilkinson hjá Eye for Film um Á ferð með mömmu Hilmars Oddssonar, sem nú er sýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni.
Victor Fraga, gagnrýnandi Dirty Movies, skrifar um kvikmynd Hilmars Oddssonar Á ferð með mömmu sem nú er sýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni og dregur hvergi af sér í jákvæðum lýsingarorðum.
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi 19. nóvember. Frumsýning á Íslandi verður í febrúar næstkomandi.
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.