HeimEfnisorðSkjaldborg 2015

Skjaldborg 2015

Skjaldborgar-dagbók, laugardagur: Kúbusveifla, mörgæsir og skrítnar stelpur

Ásgeir H. Ingólfsson sat með hópi fólks í harkinu í dimmum bíósal á Patreksfirði um síðustu helgi. Í þriðja pistli sínum frá Skjaldborgarhátíðinni tekur hann fyrir hinar fjölmörgu myndir og uppákomur laugardagsins.

Skjaldborgar-dagbók, föstudagur: Hinn árlegi heiti pottur

Í pistli tvö frá Skjaldborgarhátíðinni setur Ásgeir H. Ingólfsson upp stemmninguna, segir frá fyrsta kvöldinu þar sem sýnd var mynd eftir heiðursgestina og reynir svo að vera ekki skáldlegur.

„Hvað er svona merkilegt við það“ vann Skjaldborg

Hvað er svona merkilegt við það?, heimildamynd Höllu Kristínar Einarsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Myndin er framhald annarrar myndar Höllu Kristínar, Konur í rauðum sokkum, sem einnig hlaut sömu verðlaun 2009.

Frá Skjaldborg til Cannes

Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur tíðindamaður Klapptrés á Skjaldborg, birtir hér fyrsta pistil sinn frá hátíðinni. Þetta er nokkurskonar upphitun þar sem hann fer yfir stöðuna og minnir á þá staðreynd að leiðin frá Patreksfjarðar til Cannes er styttri en virðist.

Skjaldborgarhátíðin hefst í kvöld, sextán nýjar heimildamyndir frumsýndar

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda hefst á Patreksfirði í kvöld og stendur til mánudags. Sýndar verða sextán nýjar heimildamyndir á hátíðinni auk nokkurra verka í vinnslu. Þá verða einnig sýndar myndir heiðursgesta hátíðarinnar, danska heimildamyndateymisins Eva Mulvad og Sigrid Dyekjær. Ásgeir H. Ingólfsson verður sérlegur tíðindamaður Klapptrés á hátíðinni og mun birta reglulega pistla meðan á henni stendur.

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í „Sicario“ sem frumsýnd var á Cannes í gær

Hinn Óskarstilnefndi Golden Globe verðlaunahafi Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við nýjustu mynd leikstjórans Denis Villeneuve, Sicario, sem frumsýnd var á Cannes í gær og hefur fengið mjög góða dóma. Með helstu hlutverk í myndinni fara Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro. Jóhann vann áður með Villeneuve að kvikmyndinni Prisoners.

Sextán nýjar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni

Sextán nýjar íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer um næstu hvítasunnuhelgi, 22.-25. maí. Auk þess verður sýnt úr 4 myndum á vinnslustigi. Konur eru sérlega áberandi í ár í hópi stjórnenda mynda. Heiðursgestir eru danska leikstýran Eva Mulvad og samstarfskona hennar framleiðandinn Sigrid Dyekjær.

Umsóknarfrestur á Skjaldborg rennur út 17. apríl

Umsóknarfrestur fyrir Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, rennur út þann 17. apríl. Hátíðinni hefur þegar borist fjöldi titla og stefnir í fína dagskrá að sögn aðstandenda, sem vilja jafnframt koma því á framfæri að ef þú lumar á heimildamynd skaltu ekki hika við að fylla út umsókn á heimasíðu hátíðarinnar en þar eru einnig allar frekari upplýsingar að finna.

Skjaldborg opnar fyrir umsóknir

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin um hvítasunnuhelgina, 23. – 26. maí. Hátíðin mun líkt og áður fara fram í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði, en þetta verður í 9. sinn sem hátíðin er haldin.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR