Skjaldborg opnar fyrir umsóknir

skjaldborg-2015_grafik

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin um hvítasunnuhelgina, 23. – 26. maí. Hátíðin mun líkt og áður fara fram í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði, en þetta verður í 9. sinn sem hátíðin er haldin.

Skjaldborg hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðum íslenskrar kvikmyndamenningar, enda hafa margar af áhugaverðustu heimildamyndum undanfarinna ára verið frumsýndar þar. Má þar nefna hina frábæru Salóme sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra og hefur í kjölfarið sópað að sér alþjóðlegum verðlaunum.

Stefnt er að því að frumsýna um 15 – 20 nýjar íslenskar heimildamyndir en auk þess verða fersk og spennandi verk í vinnslu kynnt á hátíðinni. Þá verða hefðbundnir jafnt sem óhefðbundnir utandagskrárviðburðir á sínum stað.

Opið er fyrir umsóknir til 17. apríl en umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar er að finna á vef hátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR