Sjónvarpsstöðin Mikligarður hefur útsendingar

Andlit Miklagarðs: Frá vinstri; Edda Hermannsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson, Vignir Freyr Andersen, Ólafur Örn Ólafsson, Þórunn Högna og Þórunn Lárusdóttir.
Andlit Miklagarðs: Frá vinstri; Edda Hermannsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson, Vignir Freyr Andersen, Ólafur Örn Ólafsson, Þórunn Högna og Þórunn Lárusdóttir.

Sjónvarpsstöðin Mikligarður er farin í loftið. Stöðin leggur áherslu á lífsstílsefni og eru kynningar á vörum og þjónustu fyrirtækja áberandi.

Sent er út á netinu og einnig er hægt að horfa á stöðina á dreifikerfum Símans og Vodafone sem ná til um 80% heimila.

Merki Miklagarðs.
Merki Miklagarðs.

Stöðin er systurstöð Bravó sem fór í loftið fyrir nokkru. Konunglega kvikmyndafélagið rekur báðar stöðvar og fer Sigmar Vilhjálmsson fyrir hópi eigenda. Framleiðslufyrirtækið Stórveldið er að hluta í eigu sömu aðila.

Ýmsir reyndir fjölmiðlamenn koma að verkefninu. Hlynur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Miklagarðs. Þorsteinn J. Vilhjálmsson er ritstjóri dagskrár. Þór Freysson hjá Stórveldinu annast yfirumsjón framleiðslu. Meðal andlita á skjánum eru Edda Hermannsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson, Vignir Freyr Andersen, Ólafur Örn Ólafsson, Þórunn Högna og Þórunn Lárusdóttir.

Sjá má ítarlegt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Sigmar hér. Þar er farið yfir hugmyndirnar að baki stöðvunum og inntak þeirra.

Þú getur horft á stöðina hér: Mikligarður.

Hér er hægt að horfa á stutt kynningarmyndband um stöðina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR