HeimEfnisorðVerbúðin

Verbúðin

VERBÚÐIN selst vel

Þáttaröðin Verbúðin í framleiðslu Vesturports hefur verið seld til sjónvarpsstöðva og streymisveita víða um heim.

Landsbyggðin er fortíðin í íslenskri kvikmyndagerð, spjall um VERBÚÐINA

Ásgeir H.Ingólfsson heldur úti þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni þar sem hann ræðir kvikmyndir og aðra menningu. Á dögunum ræddi hann við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing um upplifun þeirra af þáttaröðinni Verbúðin.

Aðstandendur VERBÚÐARINNAR lögðu upp með að hafa þetta líflegt

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir ræddu við Atla Má Steinarsson í hlaðvarpsþættinum Með Verbúðina á heilanum í kjölfarið á lokaþætti Verbúðarinnar.

VERBÚÐIN, lokakaflarnir og yfirferð

Friðrik Erlingsson og Ásgrímur Sverrisson ræða sjöunda og áttunda þátt Verbúðarinnar út frá sjónarhóli handritshöfundarins. Í lokin taka þeir saman helstu atriði varðandi strúktúr, persónur og erindi þáttanna.

Hrafn Garðarsson: Vissi ekki að ég væri að lesa besta handrit ævinnar

Hrafn Garðarsson kvikmyndatökumaður var að pakka í tösku fyrir þriggja mánaða ferðalag um Suður Ameríku þegar hann fékk símtal frá Gísla Erni Garðarssyni sem bað hann að sjá um kvikmyndatöku í Verbúðinni. Rætt var við Hrafn í hlaðvarpinu Með Verbúðina á heilanum á vegum RÚV.

VERBÚÐIN fær Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason unnu í dag til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir sjónvarpsþáttaröðina Verbúðin. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk þáttaröð vinnur þessi verðlaun sem veitt hafa verið frá 2017.

Mikael Torfason: VERBÚÐIN er því sem næst heilagur sannleikur

„Við Íslendingar erum meira í hjartanu, viðbrögð okkar við ýmsu ráðast af tilfinningunum. Við erum alltaf að bregðast við frá þindinni. Verbúð er slík frásögn,“ segir Mikael Torfason meðal annars í ítarlegu viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson á Vísi um Verbúðina, sem hann er meðhöfundur að.

Menningarsmygl um annan þátt VERBÚÐARINNAR: Survivor Verðbúð

"Virðist vera að þróast yfir í hálfgert Dallas útgerðamanna," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um annan þátt Verbúðarinnar á vef sínum Menningarsmygl.

Menningarsmygl um VERBÚÐINA: Meðal róna og slordísa á Súganda

"Þetta er líflegt og skemmtilegt og fólk virðist sannarlega vera að vanda sig," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um þáttaröðina Verbúðina á vef sínum Menningarsmygl.

VERBÚÐIN tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason eru tilnefndir til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritið að þáttaröðinni Verbúðin. Verðlaunin verða veitt í sjötta sinn á Gautaborgarhátíðinni í janúar.

VERBÚÐ verðlaunuð á Spáni

Þáttaröðin Verbúð, hugarfóstur Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Nínu Daggar Filippusardóttur, hlaut á dögunum dómnefndarverðlaunin á hátíðinni Serielizados Fest á Spáni. Hátt í 40 þættir og heimildarmyndir voru sýnd á hátíðinni.

Þrjár leiknar þáttaraðir á vetrardagskrá RÚV

RÚV hefur kynnt væntanlega vetrardagskrá sína í nýrri stiklu. Meðal efnis í vetur verða þrjár íslenskar þáttaraðir, Verbúð, Vitjanir og þriðja syrpa Ófærðar.

VERBÚÐ besta þáttaröðin á Series Mania

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Maríu Reyndal var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Series Mania hátíðinni í Lille í Frakklandi í kvöld.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.

Þáttaröðin VERBÚÐ fær um 43 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Tökur á þáttaröðinni Verbúð eru hafnar og munu standa til ágústloka. Verkefnið fékk á dögunum um 43 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

Gísli Örn um þáttaröðina „Verbúð“: Mik­il og marglaga saga

Gísli Örn Garðarsson ræðir meðal annars um fyrirhugaða þáttaröð sem Vesturport er með í undirbúningi í samvinnu við RÚV, í viðtali við Morgunblaðið. Þáttaröðin kallast Verbúð og verður í átta hlutum. Verkefnið var kynnt á Scandinavian Screenings á dögunum.

Fjórar væntanlegar íslenskar þáttaraðir kynntar á Scandinavian Screening 6.-8. júní

Kaupstefnan Scandinavian Screening er haldin á Íslandi í fyrsta sinn dagana 6.-8. júní. Þar koma saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Alls verða 30 verkefni kynnt á kaupstefnunni og þar af fjórar innlendar þáttaraðir sem nú eru í undirbúningi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR