Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).
Málmhaus eftir Ragnar Bragason verður sýnd í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Nýstofnað dreifingarfyrirtæki, Cinelicious Pics, dreifir myndinni í völdum kvikmyndahúsum og á VOD.
Sýningar á Málmhaus Ragnars Bragasonar hófust í Svíþjóð um helgina og er myndin sýnd í 11 borgum. Myndin hefur gegnumsneytt fengið afar jákvæð viðbrögð gagnrýnenda.
Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir klippingu, hljóð og tónlist.
Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.
Daði Einarsson og Gísli Þórólfsson hjá RVX unnu myndbrellurnar fyrir Málmhaus Ragnars Bragasonar og hér má skoða myndbút þar sem farið er í gegnum þær.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár fjallar um tvær nýjar íslenskar kvikmyndir: Málmhaus eftir Ragnar Bragason og Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Ragnar Bragason í viðtali á Pressunni um Málmhaus, næstu verkefni sín, stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð og hvort Jón Gnarr snúi aftur í kvikmyndageirann eða haldi áfram í pólitíkinni.
"Áhrifarík mynd af því úrræðaleysi sem getur skapast innan fjölskyldna þegar sorgin ber óvænt að dyrum" segir Helga Þórey Jónsdóttir gagnrýnandi Klapptrés meðal annars í umfjöllun sinni.
Málmhaus eftir Ragnar Bragason verður frumsýnd á Íslandi þann 11. október. Sena dreifir myndinni. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í mánuðinum...
Ragnar Bragason hefur skrifað undir samning við bandarísku umboðsskrifstofuna APA í kjölfar sýningar Málmhauss á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Þorbjörg Helga Dýrfjörð aðalleikkona myndarinnar hefur...
Tim Bell hjá breska menningarvefritinu Spindle skrifar afar jákvæða umsögn um Málmhaus Ragnars Bragasonar sem lesa má hér:
TIFF 2013 Review: Metalhead | Spindle Magazine.
Ragnar Bragason leikstjóri skrifar pistil í Huffington Post þar sem hann leggur út af íslenskri kvikmyndagerð og fjallar um mynd sína Málmhaus, sem nú...
Todd Brown ritstjóri kvikmyndavefsins Twitch lýsir yfir mikilli ánægju sinni með kvikmynd Ragnars Bragasonar Málmhaus, sem sýnd er á yfirstandandi Toronto-hátíð.
Metalhead is the film...