Tökum er lokið á þáttaröðinni Friðarhöfn (Cold Haven) sem Glassriver framleiðir í samvinnu við SPI fyrir Sjónvarp Símans og portúgölsku almannastöðina RTP. Tökur fóru fram í Vestmannaeyjum, Reykjavík og í Lissabon.
Ný þáttaröð, Húsó, verður frumsýnd á RÚV þann 1. janúar 2024. Arnór Pálmi leikstýrir þáttunum, sem eru sex talsins. Hann skrifar einnig handrit ásamt Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur. Glassriver framleiðir.
Stikla þáttaraðarinnar þáttunum Svo lengi sem við lifum er komin út. Þættirnir, sem koma allir á Stöð 2+ 8. október, eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir og Glassriver framleiðir.
Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem Baldvin Z fer fyrir, hyggst leggja aukna áherslu á gerð bíómynda meðfram stærri og minni þáttaröðum. Þetta kemur fram á Nordic Film and TV News.
Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z, sem framleitt er af Glassriver, hefur selst til stórra dreifingaraðila víða um heim. Önnur syrpa er væntanleg.
Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z er nú í tökum og verður sýnd á Stöð 2. Glassriver framleiðir. Auk Baldvins skrifa Ragnar Jónasson, Andri Óttarsson og Aldís Amah Hamilton handrit, en sú síðastnefnda fer einnig með aðalhlutverk.
Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.
Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.
Tvær klippur úr þáttaröðinni Jarðarförin mín hafa verið opinberaðar. Í þáttaröðinni leikur Þórhallur Sigurðsson (Laddi) dauðvona mann sem ætlar að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin gala jarðarför. Öll þáttaröðin er væntanleg á morgun miðvikudaginn 8. apríl í Sjónvarp Símans Premium og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá á Páskadag í Sjónvarpi Símans.
Breska sölufyrirtækið All3Media mun selja glæpaseríuna Svörtu sandar á heimsvísu, en verkefnið er kynnt á yfirstandandi Gautaborgarhátíð. Baldvin Z leikstýrir þáttunum fyrir Glassriver en þeir verða sýndir á Stöð 2. Ragnar Jónsson og Aldís Hamilton skrifa þættina en Aldís mun einnig fara með aðalhlutverk. Aðrir sem fram koma í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Tökur hefjast á næsta ári.
Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.
Fyrirhuguðum tökum á þáttaröðinni The Trip, í leikstjórn Baldvins Z, hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en þær áttu að hefjast í febrúar og hefur stór hópur unnið að undirbúningi verkefnisins.
Sjónvarpsarmur franska sölufyrirtækisins Wild Bunch sér um alþjóðlega sölu og kemur einnig að fjármögnun þáttaraðarinnar The Trip sem Baldvin Z mun leikstýra. Glassriver er aðalframleiðandi og Síminn mun sýna þættina á Íslandi.
Mannasiðir kallast ný íslensk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem frumsýnd verður á RÚV um páskana. Myndin er samstarfsverkefni RÚV og framleiðslufyrirtækisins Glassriver, en María Reyndal leikstýrir og skrifar handrit. Sagan snýst um meint kynferðisbrot og áhrif þess á geranda, þolanda, fjölskyldur þeirra og vini.
Glassriver, nýtt framleiðslufyrirtæki Baldvins Z., Harðar Rúnarssonar, Arnbjargar Hafliðadóttur og Andra Óttarssonar, mun kynna væntanleg verkefni sín fyrir meðframleiðendum og dreifingaraðilum á Gautaborgarhátíðinni.