spot_img

Tökum lokið á íslensk/portúgölsku þáttaröðinni FRIÐARHÖFN

Tökum er lokið á þáttaröðinni Friðarhöfn (Cold Haven) sem Glassriver framleiðir í samvinnu við SPI fyrir Sjónvarp Símans og portúgölsku almannastöðina RTP. Tökur fóru fram í Vestmannaeyjum, Reykjavík og í Lissabon.

Deadline skýrir frá. Þættirnir, sem verða átta talsins og sýndir á næsta ári, gerast í samfélagi portúgalskra innflytjenda í Vestmannaeyjum, þar sem íslenska rannsóknarlögreglukonan Soffía rannsakar morðmál sem svo teygir anga sína víðar.

Með helstu hlutverk fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og portúgölsku leikararnir Maria João Bastos, Catarina Rebelo, Ivo Canelas, Rui Morisson og Cleia Almeida.

Filipa Poppe, Joana Andrade, Elías Helgi Kofoed-Hansen og Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifa handrit, en leikstjórar eru Arnór Pálmi Arnarsson og Tiago Alvarez Marques.

About Premium Content sér um alþjóðlega dreifingu.

HEIMILDDeadline
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR