HeimEfnisorðBrynja Hjálmsdóttir

Brynja Hjálmsdóttir

Lestin um HÚSÓ: Prýðisgóðir þættir með forvitnilegum persónum

"Skipar sér í röð nýstárlegs sjónvarpsefnis, þar sem íslenskur hversdagsleiki er sögusviðið," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um þátttaröðina Húsó eftir Arnór Pálma Arnarson og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur.

Morgunblaðið um ÖMMU HÓFÍ: Fín skemmtun en ekki hnökralaus

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Ömmu Hófí eftir Gunnar B. Guðmundsson í Morgunblaðið og segir hana meðal annars fína skemmtun en vissulega fulla af litlum misfellum sem er synd að ekki hafi verið sléttað úr.

Morgunblaðið um „Bergmál“: Þjóð á aðventu

"Hún er flókin að því leyti að hún er afar merkingarþrungin, áhorfandinn kynnist mörgum ólíkum sjónarhornum og þarf að raða þeim saman," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

Morgunblaðið um „Agnesi Joy“: Horft yfir flóann

"Afar skemmtileg kvikmynd sem fjallar á djúpviturlegan, fallegan og sprenghlægilegan hátt um uppvöxt, eftirsjá og fjölskyldusambönd," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur í Morgunblaðinu. Brynja gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Kaf“: Algjör vellíðunarmynd

"Efa að nokkur áhorfandi geti stillt sig um að brosa hringinn nánast samfleytt þær 72 mínútur sem myndin stendur yfir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Kaf eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur.

Morgunblaðið um „Hvítan, hvítan dag“: Æsispennandi, hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum

"Gerð á sígilda vísu en er jafnframt fersk og frumleg. Hún er æsispennandi en líka hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar. Hún gefur myndinni fimm stjörnur.

Morgunblaðið um „Héraðið“: Kraftmikil kvikmyndaupplifun

"Snjöll og skemmtileg mynd með sterka pólitíska slagsíðu sem á erindi við alla, hvort sem þeir búa í sveit eða borg," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins meðal annars í umsögn sinni um Héraðið eftir Grím Hákonarson, sem hún gefur fjórar stjörnur.

Morgunblaðið um „Taka 5“: Fínasta indí-bíómynd

"Myndin er virkilega fyndin og skemmtileg. Persónurnar eru mjög ólíkar og það skapast spennandi og sprenghlægileg átök á milli þeirra," segir Brynja Hjálmsdóttir í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Töku 5 Magnúsar Jónssonar.

Morgunblaðið um „Tryggð“: Áræðin og vekur til umhugsunar

"Sagan er áræðin og vekur mann til umhugsunar og myndmál er notað á snjallan hátt til að styrkja efniviðinn," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur. Almennar sýningar á myndinni hefjast í dag.

Morgunblaðið um „Litlu Moskvu“: Kommar og helbláar íhaldskerlingar

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson í Morgunblaðið og segir hana vel gerða og þétta með fjölbreyttum og áhugaverðum persónum. Hún gefur myndinni fjórar stjörnur.

Morgunblaðið um „Undir halastjörnu“: Harmleikur úr samtímanum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Undir halastjörnu eftir Ara Alexander og segir hana fagmannlega unna en hefði mátt við meiri spennu. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fimm.

Morgunblaðið um „Kona fer í stríð“: Ævintýraleg upplifun

"Kona fer í stríð er ævintýri og að horfa á hana er ævintýraleg upplifun. Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins um þessa kvikmynd Benedikts Erlingssonar.

Morgunblaðið um „Varg“: Vindöld, vargöld

"Fléttan er vel heppnuð og gengur upp," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars um Varg Barkar Sigþórssonar í Morgunblaðinu og gefur henni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Víti í Vestmannaeyjum“: Hádramatískt og fjörugt ævintýri

"Hádramatískt og fjörugt ævintýri, sem inniheldur góða blöndu af tárum, brosum og takkaskóm," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Víti í Vestmannaeyjum Braga Þórs Hinrikssonar.

Morgunblaðið um „Andið eðlilega“: Landamærin í lífinu

Brynja Hjálmsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur og segir hana ákaflega haganlega smíðaða. Hún gefur myndinni fjórar og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Svaninn“: Stúlkan með kálfsaugun

"Brotakennd frásögnin og draumkennd myndatakan kallar fram hugrenningatengsl við myndir Terrence Malick, án þess þó að Svanurinn fari jafngríðarlega frjálslega með frásögn og þær myndir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Reyni sterka“: Stórstjarna, skúrkur og harmræn hetja

"Stefna myndarinnar hefði getað verið markvissari," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z, en bætir því við að fjölskylda Reynis hafi stórmerkilega og spennandi sögu að segja. Hún gefur myndinni þrjár stjörnur.

Morgunblaðið um „Rökkur“: Úti bíður andlit á glugga

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen í Morgunblaðið og segir hana hlaðna afar ólíkum hrollvekjuþáttum sem framkalli undantekningarlaust spennu en fléttan og niðurstaða hennar sé heldur laus í sér. Hún gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Sumarbörn“: Með augum barnsins

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Morgunblaðið og segir titilinn endurspegla stemninguna í myndinni þar sem ljóðrænni og barnslegri bjartsýni sé fléttað saman við þrúgandi alvöru lífsins. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Vetrarbræður“: Eitur í flösku

"Vetrarbræður inniheldur eitthvert pönk, einhverja rödd, sem ég fagna að sé komin inn í íslenskt kvikmyndasamhengi," skrifar Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðið um myndina. Hún gefur henni fjórar stjörnur.

Morgunblaðið um „Snjó og Salóme“: Kona á krossgötum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Snjó og Salóme Sigurðar Anton Friðþjófssonar í Morgunblaðið og segir styrk hennar liggja í hnyttnum samtölum en skerpa hefði mátt á dramatískari senum. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Hjartastein“: Ber er hver að baki

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Morgunblaðið og segir hana einhverja sterkustu íslensku kvikmynd síðustu ára og algjörlega á pari með því betra sem er að gerast í evrópskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Hún gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu af fimm.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR