HeimEfnisorðBerlinale 2020

Berlinale 2020

Variety um LAST AND FIRST MEN: Lágstemmd en um leið stórfengleg

Guy Lodge gagnrýnandi Variety skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson og segir hana lágstemmda en um leið stórfenglega hugleiðingu um væntanleg örlög okkar en einnig endurnýjun.

Lestin um LAST AND FIRST MEN: Kveðjubréf Jóhanns Jóhannssonar á Berlinale

Útsendari Lestarinnar, Ásgeir H. Ingólfsson, flytur fregnir af kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hann sá meðal annars Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson.

Heimsendasýn Jóhanns heillar í Berlín

Tveimur árum eftir ótímabært andlát gerir Jóhann Jóhannsson stormandi lukku með kvikmyndinni Last and First Men sem því miður reyndist bæði fyrsta og síðasta leikstjórnarverkefni hans. Þetta skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir við framleiðandann, Þóri Snær Sigurjónsson.

Haukur Már Helgason um LAST AND FIRST MEN: Þegar myndinni lýkur, lýkur öllu

Haukur Már Helgason skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson á vef sinn Hús og skrifar meðal annars: "Þegar leið á verkið og endurtekningu grunnstefanna, þá leitaði á mig sorg, eða spurning um sorg: hvernig bregst maður við grun um að hafa, með nokkurri viðhöfn, verið dreginn í fjölmennan sal til að taka þar á móti einnar kvikmyndar löngu sjálfsvígsbréfi?" Hann fjallar einnig um spurningar og svör eftir sýningu myndarinnar þar sem ýmislegt áhugavert kom fram um hvernig verkið varð til.

The Playlist um LAST AND FIRST MEN: Undursamleg reynsla

Jack King hjá The Playlist skrifar um esseyjumynd Jóhanns Jóhannssonar Last and First Men frá Berlínarhátíðinni og segir hana ógleymanlega reynslu.

Berlinale 5: Ástir heiguls

Í fimmta pistli sínum frá Berlínarhátíðinni skrifar Ásgeir H. Ingólfsson um frönsku myndina Selta táranna (Le sel des larmes) eftir Philippe Garrel og segir hana afskaplega síníska mynd um ástina.

Berlinale 4: Uggur og andstyggð í Japan

Í fjórða pistli sínum frá Berlínarhátíðinni fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um bandarísku myndina Minamata eftir Andrew Levitas með Johnny Depp í aðalhlutverki.

Berlinale 3: Trámatíseraðir leikskólastarfsmenn og fallhlífastökk

Í þriðja pistli sínum frá Berlínarhátíðinni skrifar Ásgeir H. Ingólfsson um kanadísku myndina Anne at 13,000 ft. (eða Anna í 3962 metra hæð, svo þýtt sé yfir í metrakerfið).

Berlinale 1: Ritari Salingers og Sigourney Weaver

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar nú pistla frá Berlínarhátíðinni á vef sinn Menningarsmygl. Þeir eru einnig birtir hér með góðfúslegu leyfi Ásgeirs. í fyrsta pistli skrifar hann um opnunarmyndina My Salinger Year eftir Philippe Falardeau.

LAST AND FIRST MEN eftir Jóhann Jóhannsson sýnd í Berlín, Films Boutique selur á heimsvísu

Þýska sölufyrirtækið Films Boutique selur kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, en myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak framleiðir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR