„Kona fer í stríð“ framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk í gær.

Kosið var á milli níu mynda og að sögn Hlínar Jóhannesdóttur, formanns ÍKSA var metþáttaka í kosningunni í ár enda hafi sjaldan jafnmargar íslenskar myndir komið til greina.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 22. janúar 2019, en í desember má vænta stuttlista frá Bandarísku kvikmyndaakademíunni.

Að neðan eru myndirnar sem kosið var um.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR