„Viktoría“ eftir Brúsa Ólason hlaut Sprettfiskinn

Brúsi Ólason leikstjóri stuttmyndarinnar Viktoría.

Stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason var valin besta myndin á Sprettfiskinum, stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar og hlaut Brúsi milljón króna tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun.

Í dómnefnd sátu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri, Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi og Ísold Uggadóttir leikstjóri. Höfðu þau þetta að segja um myndina:

“Hér er á ferð falleg og einföld saga, gædd hlýrri og mannlegri aðalpersónu sem ófeimin tekst á við mótlæti á eigin spýtur og hreyfir við áhorfendum.”

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR