spot_img
HeimFréttirSkjaldborg 2017 hefst í dag

Skjaldborg 2017 hefst í dag

-

Heimildamyndahátíðin Skjaldborg hefst í dag á Patreksfirði og stendur til sunnudagskvölds. 20 nýjar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni auk fjölda verka í vinnslu. Heiðursgestir hátíðarinnar eru hjónin Steina og Woody Vasulka. Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur tíðindamaður Klapptrés, verður á staðnum og mun birta reglulega pistla frá hátíðinni.

Opnunarmynd hátíðarinnar er Skjól og skart- handverk og saga íslensku búninganna eftir Ásdísi Thoroddsen. Í myndinni er fjallað um handverk og sögu íslensku þjóðbúninganna fimm og skoðað hvaða gildi þeir hafa fyrir fólk hér og nú.

Lokamyndin er Goðsögnin FC Kareoki eftir Herbert Sveinbjörnsson. FC Kareoki er elsta starfandi mýrarboltalið Íslands, þar sem þeir hafa tekið þátt í mótinu á Ísafirði frá upphafi. Þeir hafa aldrei unnið neitt og voru við að gefast upp þegar öllum að óvörum, sérstaklega þeim sjálfum, vinna þeir mótið 2014 og verða með því evrópumeistarar. Flestir komnir á fertugsaldurinn, vitandi að þeir muni ekki taka oftar þátt ákveða þeir að fara til Finnlands til að verða heimsmeistarar.

Vefur Skjaldborgar er hér.

Dagskrána má skoða hér og upplýsingar um myndirnar eru hér.

Hér að neðan er stikla úr myndinni Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð, sem sýnd verður á Skjaldborg. Myndin jallar um myndlistarmannin Birgi Andrésson sem lést árið 2007 aðeins 52 ára. Með báða foreldra blinda ólst Birgir upp við afar sérstakar aðstæður á Blindraheimilinu við Hamrahlíð 17. Tilveran í samfélagi blindra átti eftir að vera Birgi mikill efniviður í listsköpun síðar meir. Með listinni leitaðist Birgir við að varpa ljósi á hið „sérkennilega“ í íslenskri menningu og sögu. Heimildamyndin Blindrahundur leitast hins vegar við að varpa ljósi á sérkennilegt lífshlaup Birgis og hvernig maðurinn og verkin endurspeglast hvort í öðru.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR