Tarkovsky mánuður í Bæjarbíói

Bæjarbíó sýnir í febrúarmánuði 4 kvikmyndir sem eiga það sameiginlegt að að Andrei Tarkovsky  (1932–1986) kom að einhverju leyti að gerð þeirra en hann er án vafa stærsta höfundarnafnið í rússneskri kvikmyndagerð frá því að Eisenstein var á dögum.

Sumir kvikmyndaunnendur vilja jafnvel halda því fram að hann sé sá alfrumlegasti í hópi kvikmyndagerðarmanna tuttugustu aldar. Hann er þekktur fyrir ljóðrænar og að sama skapi sjónrænar kvikmyndir, sem ná að fanga straum tímans í löngum tökum og keyrsluskotum og raunheiminn í myndum sem hafa að geyma mikla fegurð. Mestan part starfsævinnar voru myndir hans rómaðar erlendis en áttu erfiðar uppdráttar heima fyrir.

Myndirnar eru:

4. og 8. feb.: Einn möguleiki af þúsund (leikstjórn: Leonid Kotcharian, handrit endurskrifað af Tarkovsky; 1969)
11. og 15. feb.: Sergei Lazo (leikstjórn: Aleksandr Gordon, handrit eftir Georgi Malarchuk og Tarkovsky (óskráð); 1968)
18. og 22. feb.: Fórnin (1986)
25. feb. og 1. mars: Solaris (1972)



Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR