HeimEfnisorðStockfish 2023

Stockfish 2023

Mike Downey: Margir af bestu kvikmyndagerðarmönnum Evrópu á Íslandi

Framleiðandinn Mike Downey hlaut fyrstu heiðursverðlaun Stockfish hátíðarinnar. Downey, sem einnig er formaður stjórnar Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, hefur komið að mörgum íslenskum kvikmyndum sem meðframleiðandi.

Jodie Foster á Stockfish: Erum ekki komin alla leið

Jodie Foster, leikkona, leikstjóri og framleiðandi, tók þátt í pallborðsumræðum á nýliðinni Stockfish hátíð þar sem umræðuefnið var konur og kvikmyndagerð. Hún sagðist hafa upplifað breytingar á kvenhlutverkum frá því sem áður var en við værum ekki enn komin alla leið.

Gísli Snær: Okkar versti óvinur er stöðnun

Wendy Mitchell fjallar um nýafstaðna Stockfish hátíð í ScreenDaily og gerir meðal annars grein fyrir ávarpi Gísla Snæs Erlingssonar, nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem opnaði sérstaka dagskrá um helstu stuðningskerfi íslensks kvikmyndaiðnaðar síðasta föstudag.

26 nýjar myndir á Stockfish hátíðinni

Stockfish hátíðin stendur yfir í Bíó Paradís dagana 23. mars til 2. apríl. Alls verða 26 bíómyndir á dagskrá hátíðarinnar, þar á meðal nokkrar sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR