spot_img

Stockfish: Opnað fyrir umsóknir í Sprettfisk og Verk í vinnslu

Stockfish hátíðin hefur opnað fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni hátíðarinnar og liðinn Verk í vinnslu.

Upplýsingar og umsóknarform varðandi Sprettfisk hér. Frestur er til 4. mars.

Upplýsingar og umsóknarform varðandi Verk í vinnslu hér. Frestur er til 1. mars.

Í Sprettfisk verður keppt í fjórum flokkum:

BESTA LEIKNA STUTTMYNDIN
BESTA STUTTA HEIMILDAMYNDIN
BESTA STUTTA TILRAUNAMYNDIN
BESTA TÓNLISTARMYNDBANDIÐ

Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja það til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu, Trickshot eftirvinnslu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og verða aðgengilegar í spilara RÚV.

VERÐLAUN

Besta leikna stuttmyndin
KUKL 1.000.000 úttekt á tækjum
RÚV 700.000 reiðufé
TRICKSHOT 200.000 þjónusta og ráðgjöf

Best stutta heimildamyndin
KUKL 500.000 úttekt á tækjum
RÚV 700.000 reiðufé
TRICKSHOT 200.000 þjónusta og ráðgjöf

Besta stutta tilraunamyndin

KUKL 250.000 úttekt á tækjum
RÚV 300.000 reiðufé
TRICKSHOT 200.000 þjónusta og ráðgjöf

Besta tónlistarmyndbandið

KUKL 250.000 úttekt á tækjum
RÚV 300.000 reiðufé
TRICKSHOT 200.000 þjónusta og ráðgjöf

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR