spot_img

Meistaraspjall Florian Hoffmeister, verk í vinnslu og kynning á innviðum kvikmyndagreinarinnar meðal helstu viðburða á bransadögum Stockfish

Hér eru þeir viðburðir bransadaga Stockfish sem eru áhugaverðastir að mati Klapptrés. Það er ókeypis á viðburðina en skráning er nauðsynleg. Skráningarhlekkur fylgir hverjum viðburði. Alla viðburði má skoða hér.

VERK Í VINNSLU

Kynning á verkum í vinnslu er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Þar verða kynnt íslensk kvikmynda- og sjónvarpsverk sem eru í vinnslu. Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu en verður einnig streymt beint.

Nánar um verkin | SKRÁNING

Tími: Miðvikudagurinn 29. mars kl. 11
Staðsetning: Norræna Húsið
Kynnir: Wendy Mitchell


MASTERCLASS: FLORIAN HOFFMEISTER

Florian Hoffmeister BSC er þýskur kvikmyndatökumaður og leikstjóri sem er hvað þekktastur fyrir tökur kvikmyndarinnar „Tár“ en fyrir hana hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatökuna. Um þessar mundir er hann við upptökur á fjórðu þáttaröð „True Detective“ eftir Issa López hér á landi.

SKRÁNING

Dagsetning: Sunnudagurinn 2. apríl kl. 20
Staðsetning: Bíó Paradís
Kynnir: Tómas Tómasson kvikmyndatökumaður


PALLBORÐSUMRÆÐUR: HVAÐ MÁ OG HVAÐ EKKI Í SÖLU OG DREIFINGU KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSEFNIS?

Sala á kvikmyndum getur verið tímafrekt verkefni sem þarfnast sérkunnáttu. Því er mikilvægt að vera með alþjóðlegt sölufyrirtæki sem sér um að selja myndina til hinna ýmsu dreifingaraðila víðsvegar um heiminn. Tilgangur umræðunnar er að veita innsýn í hvað söluaðilar leitast eftir og hvernig best er að bera sig að við að kynna verkefni fyrir sölufyrirtækjum. Marcin Luczaj, sölu- og þróunarstjóri hjá New Europe Film Sales sem er ört vaxandi sölufyrirtæki veitir okkur innsýn í hvað söluaðilar leitast eftir í verkefnum til að selja áfram.

SKRÁNING

Tími: Fimmtudagurinn 30. mars kl. 15
Staðsetning: Bíó Paradís
Kynnir: Hrönn Kristinsdóttir, listrænn stjórnandi Stockfish


KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI – HVAÐ UM OKKUR?

Hér verður farið yfir helstu fjármögnunarmöguleika kvikmynda og sjónvarpsefnis á Íslandi auk þess að kynntir helstu möguleikar í samframleiðslu. Viðburðurinn er í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð, Film in Iceland og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.

Dagskráin saman stendur af fimm liðum:

1. Kvikmyndamiðstöð Íslands. Nýráðinn forstöðumaður, Gísli Snær Erlingsson, kynnir sig og Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöð Íslands gefur stutta kynningu á umsóknarkerfinu.

2. Ísland, Evrópski kvikmyndasjóðurinn og Norræni sjónvarps-og kvikmyndasjóðurinn. Farið verður yfir samframleiðslumöguleika íslenskra kvikmynda og sjónvarpsefnis. Stutt kynning á Evrópska kvikmyndasjóðnum (Eurimages) og Evrópusamningnum (European Convention) sem og kynning á Norræna sjónvarps-og kvikmyndasjóðnum. Báðir þessir sjóðir hafa veitt íslensku verkefnum verulegan fjárstuðning í gegn um árin. Anna María Karlsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurimage kynnir.

3. Einar Hansen Tómasson kynnir Film in Iceland. Film in Iceland hefur það að meginmarkmiði að kynna Ísland sem stórkostlegan tökustað fyrir erlendar kvikmyndir og sjónvarpsefni sem og að kynna ávinning þann sem framleiðslan getur haft af 35% endurgreiðslu af öllum þeim kostnaði sem fellur til við framleiðsluna á Íslandi.
„Film in Iceland’’ er hluti af Íslandsstofu, sem rekin er af hinu opinbera og einkaaðilum, og hefur það markmið að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og örva hagvöxt.

4. Kynning á upptökum á Íslandi. Endurgreiðslur eru í boði frá íslenska ríkinu fyrir tónlist sem tekin er upp á Íslandi. Framleiðendur geta sótt um endurgreiðslu upp á 25% af kostnaði sem stofnað er til hér á landi. Upptökur á Íslandi er átaksverkefni á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar ásamt Utanríkisráðuneytinu og Tónlistarborgin Reykjavík. Verkefnið er styrkt af Menningar og viðskiptaráðuneytinu. Kynnir: Leifur Björnsson frá ÚTÓN.

5. Case Studies. Hinir reyndu framleiðendur Klaudia Smieja-Rostworoska (Madants, Póllandi) og Grímar Jónsson (Netop Films, Ísland) ræða samframleiðsu og önnur áhugaverð mál. Wendy Mitchell kynnir.

SKRÁNING

Tími: Föstudagurinn 31. mars, kl. 11-14.
Staðsetning: Gróska
Kynnir: Wendy Mitchell

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR