Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og Keep Frozen Huldu Rósar Guðnadóttur eru í hópi valinna norrænna kvikmynda sem sýndar verða í Þýskalandi, Austurríki og Sviss frá seinnihluta marsmánaðar. Sýningarnar eru á vegum Nordlichter - Neues skandinavisches Kino sem sérhæfir sig í dreifingu norrænna mynda.
Við Ingvar Þórðarson framleiðandi fylgdum Reykjavík á kvikmyndahátíðina í Mannheim og Heidelberg og það var mikil skemmtun og góð. Þetta er gamalgróin hátíð, 65 ára gömul og því með elstu hátíðum heimsins. Hún leggur áherslu á nýjar alþjóðlegar kvikmyndir, uppgötvanir. Heimamenn á báðum stöðum láta sig sannarlega ekki vanta og sýna innlifun og áhuga.
Ásgrímur Sverrisson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík er í viðtali við kvikmyndavefinn Cinema Scandinavia þar sem hann ræðir um mynd sína, hugmyndirnar að baki henni sem og stöðuna í kvikmyndabransanum almennt.
Þær þrjár íslensku myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Reykjavík, Fyrir framan annað fólk og Hrútar, malla allar í rólegheitunum þessa dagana enda langt liðið frá frumsýningum, til dæmis næstum ár í tilfelli þeirrar síðastnefndu.
Reykjavík er í 18. sæti eftir sjöttu sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk er komin í 14. sæti eftir þá áttundu. Hrútar hefur nú verið sýnd í 47 vikur.
Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
Reykjavík er í 16. sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk er áfram í 8. sæti eftir þá sjöundu. Hrútar hefur nú verið sýnd í 46 vikur.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir skrifar á Pjatt.is um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og segir meðal annars að tónlist, leikur og mynd blandist svo fallega saman að útkoman verði alveg frábær.
Valur Gunnarsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í DV. Hann segir meðal annars: "Það besta sem hægt er að segja um myndina er að hún hlífir okkur við vondum bröndurum, því engir brandarar eru í henni yfirhöfuð eftir því sem ég kemst næst. Hún er því hvorki rómantísk né gamanmynd." Hann gefur myndinni eina stjörnu.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er áfram í 10. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er í því sjötta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.
Hjördís Stefansdóttir skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í Morgunblaðið. Hún segir meðal annars að allt frá upphafskynningu sé "sleginn tónn að brotakenndum mikilfengleika," og að óvenju raunsæjar og mannlegar persónur fái að spinna sinn þráð út frá sínum vonum og þrám og rata í mannlegar flækjur. Hjördís gefur myndinni fjórar stjörnur.
Atli Sigurjónsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í Fréttablaðið og segir hana í heildina skemmtilega og ljúfsára mynd þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og áhrifavaldarnir. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur.
Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Morgunblaðið vegna myndar sinnar Reykjavík. Hann segir hugmyndina hafa verið að gera mynd um sambönd og samskipti, fjalla um greint fólk sem er að klúðra lífi sínu. "Þetta er ekki hefðbundin rómantísk gamanmynd þó að hún minni að nokkru á slíkar myndir. Þetta er sætbeiskt gamandrama," segir Ásgrímur.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er áfram í því fimmta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er enn í sýningum.
Ólafur Arnarson skrifar á vef Hringbrautar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og segir hana "dásamlega" og að honum takist "að gera það sama fyrir borgina og umhverfi hennar og meistara Allen tekst gjarnan í sínum borgarmyndum, fyrst New York og síðar evrópskum borgum á borð við London, París, Barcelona og Róm. Maður þekkir borgina en sér á henni alveg nýja hlið – skemmtilega og seiðandi hlið sem dregur mann til sín."
Eiríkur Jónsson skrifar á vef sinn um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar að í henni sé "einhver sérstök birta sem ekki hefur sést í öðrum Reykjavíkurmyndum, tærari, mildari."
Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Fréttablaðið vegna væntanlegrar frumsýningar á fyrstu mynd hans í fullri lengd, Reykjavík, þar sem hann ræðir myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin er frumsýnd þann 11. mars.
Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson kemur í kvikmyndahús þann 11. mars. Aðalpersóna myndarinnar, Hringur (Atli Rafn Sigurðarson), er bíóhneigður og rekur búð með mynddiska. Búðin heitir „Ameríska nóttin“ eftir mynd Francois Truffaut La Nuit américaine, sem fjallar um kvikmyndaleikstjóra og teymi hans að taka upp kvikmynd. Búðinni var plantað á jarðhæð húss við Óðinstorg í miðborg Reykjavíkur.
Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
Tökur standa yfir á bíómyndinni Reykjavík, í leikstjórn Ásgríms Sverrissonar, sem einnig skrifar handritið. Með helstu hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir.