“Reykjavík” og “Keep Frozen” sýndar í þýskumælandi löndum

Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og Keep Frozen Huldu Rósar Guðnadóttur eru í hópi valinna norrænna kvikmynda sem sýndar verða í Þýskalandi, Austurríki og Sviss frá seinnihluta marsmánaðar. Sýningarnar eru á vegum Nordlichter – Neues skandinavisches Kino sem sérhæfir sig í dreifingu norrænna mynda.

Meðal annarra mynda sem sýndar verða á vegum Nordlichter (Norðurljósa) eru Grand Hotel frá Noregi, Off the Map (Äkkilähtö) frá Finnlandi og hin danska I blodet, sem á dögunum hlaut Bodil verðlaunin dönsku sem mynd ársins.

Sjá nánar hér: Reykjavik | Northern Lights og hér: Keep Frozen | Northern Lights

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík.

 

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni