HeimEfnisorðKeep Frozen

Keep Frozen

Hulda lagði Reykjavíkurborg en sigurinn var ljúfsár

Hulda Rós Guðnadóttir, listakona, kvikmyndagerðakona og hönnuður, hafði betur í máli sínu gegn Reykjavíkurborg í máli sem varðaði skaðabætur fyrir heimildarlausa notkun borgarinnar á myndefni úr kvikmyndinni Keep Frozen á Sjóminjasafni Reykjavíkur.

„Reykjavík“ og „Keep Frozen“ sýndar í þýskumælandi löndum

Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og Keep Frozen Huldu Rósar Guðnadóttur eru í hópi valinna norrænna kvikmynda sem sýndar verða í Þýskalandi, Austurríki og Sviss frá seinnihluta marsmánaðar. Sýningarnar eru á vegum Nordlichter - Neues skandinavisches Kino sem sérhæfir sig í dreifingu norrænna mynda.

Fjórar íslenskar myndir á Nordisk Panorama

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur keppir um bestu heimildamyndina á Nordisk Panorama (Malmö 16.-21. sept.), auk þess sem þrír nýliðar; Þórður Pálsson, Anna Gunndís Gunnarsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir keppa með stuttmyndir sínar Brothers, I Can't Be Seen Like This og Bestu vinkonur að eilífu amen um titilinn Besta nýja norræna röddin.

Alvarpið um „Keep Frozen“: Þetta gæti gerst út í geimi

Hlaðvarpsþátturinn Popp og fólk á Alvarpinu fjallar um Keep Frozen Huldu Rósar Guðnadóttur og gefur henni afar jákvæða umsögn. Myndin er nú í sýningum í Bíó Paradís en þeim lýkur 1. júní.

Reykjavik Grapevine um „Keep Frozen“: Taktur vinnunnar

Marck Asch hjá Reykjavik Grapevine skrifar um Keep Frozen, heimildamynd Huldu Rósar Guðnadóttur, sem nú er í sýningum í Bíó Paradís. Asch segir hana leggja áherslu á takt vinnunnar með því að einbeita sér að hinum reglubundnu hreyfingum manna og véla.

„Keep Frozen“ vinnur á Skjaldborg

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem þær Hulda og Helga hljóta þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir Kjötborg 2008.

„Keep Frozen“ heimsfrumsýnd á Visions du reel hátíðinni í Sviss

Keep Frozen, heimildamynd Huldu Rósar Guðnadóttur, verður heimsfrumsýnd á Visions du reel hátíðinni í Sviss sem fram fer dagana 15.-23. apríl næstkomandi. Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðir myndina fyrir Skarkala.

Heimildamyndin „Keep Frozen“ tæplega hálfnuð með söfnun á Karolina Fund, þrír dagar eftir

Heimildamyndin Keep Frozen undir stjórn Huldu Rósar Guðnadóttur safnar nú fé á Karolina Fund og hefur hún gengið ágætlega. 44% af markmiðinu hafa náðst en þrír dagar eru nú til stefnu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR