Fréttablaðið um „Keep Frozen“: Ljóðræn lýsing á verkamannalífi

Atli Sigurjónsson skrifar um Keep Frozen Huldu Rósar Guðnadóttur í Fréttablaðið og segir hana í senn fræðandi, umhugsunarverða og listræna.

Atli segir m.a.:

Keep Frozen er í senn allt að því ljóðræn lýsing á verkamannalífi og hugleiðing um stöðu verkamannsins í nútíma samfélagi. Stíll myndarinnar lýsir sér þannig að fylgst er með verkamönnum að störfum eins og fluga á vegg en yfir þessum myndum heyrast raddir verkamannanna sem lýsa reynslu sinni af því að vinna við löndun, en við sjáum aldrei andlitin sem raddirnar tilheyra beint (þótt þær flestar tilheyri einhverjum af verkamönnunum sem sjást við vinnu).

Keep Frozen tekst í senn að vera fræðandi, umhugsunarverð og listræn. Hér er skyggnst inn í heim sem fæstir þekkja og margir vita varla að sé til. Þetta eru mennirnir sem sjá til þess að innfluttar fiskvörur komist til okkar heilu og höldnu svo við getum snætt þær í fínum veitingahúsum eða keypt í matvörubúðum. Á bak við matinn okkar leynist mikil erfiðisvinna við hættulegar aðstæður.

Og ennfremur:

Stíll myndarinnar er einn helsti styrkur hennar og tekst kvikmyndagerðarmönnunum að gera óspennandi hluti mjög fallega. T.d. má nefna löng skot af pallettum með fiskpökkum hringsnúast á meðan plasti er vafið um pakkana. Með tímanum verður maður dáleiddur af þessari einföldu hreyfingu. Hljóðheimur myndarinnar er líka ansi flottur þar sem vélarsuð og fleira slíkt myndar hálfgert tónverk á köflum og spila hljóð og mynd vel saman.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR