„Keep Frozen“ heimsfrumsýnd á Visions du reel hátíðinni í Sviss

Rammi úr Keep Frozen.
Rammi úr Keep Frozen.

Keep Frozen, heimildamynd Huldu Rósar Guðnadóttur, verður heimsfrumsýnd á Visions du reel hátíðinni í Sviss sem fram fer dagana 15.-23. apríl næstkomandi. Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðir myndina fyrir Skarkala.

Þýska sölufyrirtækið Deckert Distribution sér um alþjóðlega sölu myndarinnar.

Aðstandendur lýsa myndinni svo:

Keep Frozen er kvikmynd um mannsandann, um það að sigrast á sjálfum sér. Hver einasta löndun krefst gríðarlegarar skipulagningar, vinnu og færni sem erfitt er fyrir utanaðkomandi að ímynda sér. Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 25.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C og hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.

Sjá nánar hér: Film – Visions du Reel

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR