Hulda Rós og Helga Rakel filma “Keep Frozen”

Frá tökum á Keep Frozen.

Frá tökum á Keep Frozen.

Hulda Rós Guðnadóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir (Kjötborg) vinna nú að heimildamyndinni Keep Frozen, um löndunarmenn frystitogara.

Þær lýsa verkefninu svona á Facebook síðu myndarinnar:

“Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.”

Fyrirhugað er að sýna myndina á næsta ári.

Athugasemdir

álit

Tengt efni