Tökur hefjast í lok ágúst. Verkefnið er skrifað af Herði Rúnarssyni í samvinnu við Birki Blæ Ingólfsson. Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra.
Fyrsta verkefni hins nýstofnaða framleiðslufyrirtækis Act 4 verður alþjóðleg þáttaröð um afleiðingar eldgoss sem gerir Ísland óbyggilegt. Verkefnið er unnið í samvinnu við bandaríska og króatíska aðila.
Ólafur Darri Ólafsson, Hörður Rúnarsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Act 4 með þátttöku alþjóðlegs hóps fjárfesta. Act 4 er ætlað að framleiða norrænt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað.
Þessa dagana standa tökur yfir á spennumyndinni Napóleonsskjölin, sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir handriti Marteins Þórissonar.
Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.
Fagmiðillinn C21 Media ræðir við teymið á bakvið þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust. Ólafur Darri Ólafsson sem fer með aðalhlutverkið, Nanna Kristín Magnusdóttir annar leikstjóranna og Jónas Margeir Ingólfsson einn handritshöfunda ræða hugmyndirnar bakvið verkið, en auk þess eru sýnd brot úr þáttunum.
Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust.
Þáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, verður heimsfrumsýnd á Series Mania hátíðinni sem fram fer í Lille í Frakklandi 20.-28. mars. Hátíðin er tileinkuð sjónvarpsþáttaröðum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.
Um þessar mundir má sjá nokkurn hóp íslenskra leikara bregða fyrir í alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkum. Í sjálfu sér ekkert nýtt nema hvað þeir eru óvenju margir þessa dagana. Þarna eru Tómas Lemarquis, Ólafur Darri Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, María Birta Bjarnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Ráðherranum, sem verður tekin upp á næsta ári. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands, hvers ákvarðanir verða verða sífellt óvenjulegri eftir að hann tekur við embætti. Sagafilm framleiðir þættina sem hafa verið í þróun í nokkur ár.
Þrír íslenskir leikarar, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Álfrún Gísladóttir koma fram í kvikmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald úr smiðju J.K. Rowling. Myndinnni er leikstýrt af David Yates sem stýrði einnig mörgum Harry Potter myndanna og er væntanleg í haust. Hér má sjá Ingvar E. reffilegan á kynningarplakati við hlið Johnny Depp.
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hlýtur tvær tilnefningar til Golden Nymph verðlaunanna sem Monte-Carlo Television Festival stendur fyrir. Ófærð er tilnefnd í flokki bestu dramaþáttaraðar og Ólafur Darri Ólafsson er tilnefndur sem besti leikarinn. Meðal annarra þáttaraða sem fá tilefningu eru hin breska Poldark, Deutschland 83 frá Þýskalandi og Man in the High Castle frá Bandaríkjunum.
Ólafur Darri Ólafsson segir í viðtali við útvarpsþáttinn Today á BBC að vinsældir Ófærðar í Bretlandi hafi komið skemmtilega á óvart. "Maður gerir eitthvað og vonar að það takist vel til og að áhorfendum líki það. Það kemur manni svo alltaf skemmtilega á óvart þegar fólk virðist bara hafa mjög gaman af," segir Ólafur Darri.
RÚV frumsýnir þáttaröðina Ófærð þann 27. desember næstkomandi. Í heimildamynd um gerð þáttaraðarinnar er skyggnst á bakvið tjöldin við gerð hennar. Meðal þeirra sem er rætt er við eru Sigurjón Kjartansson, Baldvin Z, Baltasar Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri.
Ólafur Darri Ólafsson kemur fram í Zoolander 2 þar sem Ben Stiller fer með aðalhlutverk og leikstýrir. Myndin er væntanleg innan tíðar. Hann leikur einnig í þáttaröðum sem birtast á Cinemax og Netflix, Quarry annarsvegar og Lady Dynamite hinsvegar.
Ólafur Darri Ólafsson verður í aðaldómnefnd Karlovy Vary hátíðarinnar sem stendur dagana 3.-11. júlí. Íslensku bíómyndirnar Hrútar og Fúsi taka þátt í hátíðinni ásamt stuttmyndinni Hjónabandssælu.
Ólafur Darri Ólafsson fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni The White King ásamt meðal annars Jonathan Pryce og Greta Scacchi. Tökur eru hafnar í Ungverjalandi.
Föstudaginn 19. september hefjast sýningar hér á landi á kvikmyndinni A Walk Among the Tombstones þar sem Ólafur Darri Ólafsson leikur á móti Liam Neeson. Myndin hefur hlotið fín viðbrögð gagnrýnenda.
Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.
Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.