Tökur eru hafnar á nýrri bíómynd Marteins Þórssonar, Á morgun verðum við eitt. Leikstjórinn segir frá þessu á vef framleiðslufyrirtækis síns, Tenderlee. Myndin er um “ást, einmanaleika og hina sterku þrá eftir að sameinast annarri manneskju. Hún spyr einnig þeirrar spurningar hvort við séum að glata hæfileikanum til að tengjast hinu andlega sjálfi” eins og það er orðað á vefsíðunni.
Marteinn segir að myndin verði lengi í vinnslu, jafnvel allt að þrjú ár – og verði tekin upp í frítímanum, en hann starfar nú sem áfengismeðferðarfulltrúi. Leikstjórinn mundar sjálfur kameruna ásamt Bergsteini Björgúlfssyni og segir ekki ólíklegt að fleiri tökumenn verði kallaðir til, en tökur munu einnig fara fram í Mexíkó og fleiri löndum.
Meðal leikara eru Stefán Jónsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Snorri Ásmundsson, Vivianne Ólafsdóttir, Bergljót Arnalds, Inga María Eyjólfsdóttir, Þóra Karitas, Salóme R. Gunnarsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Kolbeinn Arnbjörnsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Rúnar Guðbrandsson, Birna Hafstein og fleiri.
Sjá nánar hér: Director Thorsson shooting new film: Tomorrow We Become One ‹ Tenderlee Motion Pictures Company.