Þrír Íslendingar í nýju „Fantastic Beasts“ myndinni

Ingvar E. Sigurðsson (yst til vinstri) við hlið Johnny Depp.

Þrír íslenskir leikarar, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Álfrún Gísladóttir koma fram í kvikmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald úr smiðju J.K. Rowling. Myndinnni er leikstýrt af David Yates sem stýrði einnig mörgum Harry Potter myndanna og er væntanleg í haust. Hér má sjá Ingvar E. reffilegan á kynningarplakati við hlið Johnny Depp.

Meðal þekktra leikara sem koma fram í myndinni auk Depp, eru Jude Law og Eddie Redmayne. Þá fer Katherine Waterston einnig með hlutverk í myndinni en hún lék fyrir nokkrum árum aðalhlutverkið í stuttmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Ástarsögu. Waterston er dóttir leikarans kunna Sam Waterston (Law and Order, The NewsroomGrace and Frankie).

Álfrún Gísladóttir (mynd Clare Park).

Um Ingvar og Ólaf Darra er óþarfi að fjölyrða, en Álfrún er ekki alveg eins kunn enda nýlega útskrifuð úr leiklistarskóla í Bretlandi, hinum virta Central School of Speech and Drama. Hún tók meðal annars þátt í annarri syrpu Fortitude sem mynduð var að hluta hér á landi og þá fer hún einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið. Hún er sömuleiðis í væntanlegri kvikmynd hins gríska Yorgos Lanthimos, The Favourite, þar sem Olivia Colman, Emma Stone og Rachel Weisz fara með aðalhlutverkin. Sú mynd er væntanleg í haust.

Hér að neðan má sjá stiklu myndarinnar og kynningarplakatið í fullri stærð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR