Kristín A. Atladóttir framleiðandi tjáir sig um umræðuna um kynjahalla í kvikmyndum í Fréttablaðinu og segir meðal annars: "Það er ekki flókið að komast að óumdeilanlegum niðurstöðum í tölfræði kvikmyndastyrkja á Íslandi, niðurstöðum þar sem forsendur eru ljósar sem og hvaða spurningum er verið að svara. Tilgangslaust er að fleygja ófullnægjandi og misvísandi tölum á milli sín og hártoga um málefni þar sem sýnileg niðurstaða liggur fyrir, en eðli og orsakir eru ókunnar."
Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi flutti tölu á málfundi RIFF í Tjarnarbíói í gærkvöldi þar sem málefni kvenna í kvikmyndagerð voru rædd. Dögg sagði meðal annars: "Miðað við framgang mála hingað til mun taka okkur 600 ár að ná jafnrétti, við erum ekki lengra komin en það. Við erum öll sammála um að núverandi staða er óþolandi og hvorki bransanum né landinu til sóma. Okkar skoðun er sú að ástandið lagist seint og illa, NEMA það sé farið í sértækar aðgerðir hjá Kvikmyndamiðsttöð. Það sendir út nauðsynleg skilaboð til áhorfenda, framleiðslufyrirtækja, sjónvarpsstöðva, verðandi kvikmyndagerðarkvenna, allra."
Friðrik Erlingsson leggur út af umræðunni um kynjakvóta í kvikmyndagerð og segir meðal annars: "Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi. Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum, heldur sé þeim gert að fjalla um þær á faglegan hátt, meta þær samkvæmt faglegri reglu, sem útilokar að persónulegt álit ráðgjafa hafi nokkuð um málið að segja."
Kvikmyndaráð undir forystu Áslaugar Friðriksdóttur vinnur nú að tillögum um endurnýjun kvikmyndasamnings stjórnvalda og bransans og skoðar einnig gildandi kvikmyndalög frá 2001. Kvikmyndaráði er ætlað veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tekur vel í hugmyndir Baltasars Kormáks um að öll aukning á framlögum til kvikmyndasjóðs færi til kvenna.„Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson við Fréttablaðið.
Samantekt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem birt var á dögunum, sýndi að á undanförnum árum hefur hærra hlutfall kvenna fengið styrki úr Kvikmyndasjóði en hlutfall karla. Ritstjóri Klapptrés leitaði álits Daggar Mósesdóttur formanns WIFT á niðurstöðum þessarar samantektar og spurði jafnframt hvar WIFT teldi helst kreppa skóinn þegar kemur að styrkveitingum til kvenna.
Í kjölfar umræðna um hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur Kvikmyndamiðstöð Íslands tekið saman upplýsingar fyrir árin 2013 og 2014 um fjölda umsókna í Kvikmyndasjóð Íslands og styrkja/vilyrða úr sjóðnum eftir kyni. Í ljós kemur að hlutfall kvenna sem fá styrki er mun hærra en karla. Karlar fá þó fleiri styrki í heild, en karlkyns umsækjendur eru mun fleiri.
Mikil óánægja ríkir hjá kvikmyndagerðarmönnum vegna stöðu Kvikmyndasjóðs. Þegar er búið að veita vilyrði fyrir fjármunum upp á 442 milljónir úr sjóðnum á yfirstandandi ári en heildar fjármagn sem sjóðurinn hefur til úthlutunar eru 684,7 milljónir króna.
Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.
Af einhverjum ástæðum bólar enn ekkert á svokallaðri sóknaráætlun skapandi greina sem forsætisráðherra kynnti í síðasta áramótaávarpi að kæmi fram á árinu. Ásgrímur Sverrisson rifjar upp ummæli forsætisráðherra og menntamálaráðherra um þetta mál.
Gert er ráð fyrir 50 milljón króna hækkun á framlagi til Kvikmyndamiðstöðvar í breytingatillögum við fjárlagafrumvarp 2015. Samkvæmt frumvarpinu var gert ráð fyrir að heildarframlag til KMÍ næmi 835,9 mkr., en verður nú 885,9 mkr.
Óðinn, pistlahöfundur Viðskiptablaðsins undir dulnefni, tjáir sig um ummæli Benedikts Erlingssonar við afhendingu Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs á dögunum þar sem leikstjórinn gagnrýndi harðlega niðurskurð til kvikmyndamála á Íslandi.
Samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 87,6 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 2,8 m.kr. Hækkanirnar eru í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012–2015.
Í ítarlegu viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um margvísleg málefni kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Hér birtist fyrri hluti viðtalsins þar sem rætt er um sóknaráætlun fyrir skapandi greinar, uppbyggingu kvikmyndasjóðs eftir niðurskurð, kvikmyndamenntun og niðurhalsmál. Í seinni hluta viðtalsins sem lesa má hér er rætt um málefni Ríkisútvarpsins.
Sigmundur Davíð segir að í raun sé verið að auka framlög meðal annars til kvikmyndagerðar. Kallar fjárfestingaráætlun síðustu stjórnar "kosningaplagg."
Hefja þarf vinnu við uppbyggingu kvikmyndagerðar til lengri tíma eigi síðar en strax. Góð byrjun á þeirri vinnu væri að leiðrétta núverandi fjárlagafrumvarp þannig að niðurskurður verði sambærilegur við niðurskurð Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs.
Uppfærðar tölur yfir framlög til Kvikmyndasjóðs frá 2006-2014 sýna hversu langt sjóðurinn er frá því að ná takmarkinu sem samkomulagið frá 2006 kvað á um.
Stóra spurningin sem hangir yfir bransanum þessa dagana snýr að fjárlögum komandi árs. Verða fjárfestingar í kvikmyndagerð skornar niður? Þessum spurningum fæst svarað (að einhverju...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Kastljósi gærkvöldsins að ekki stæði til að skera meira niður hjá Kvikmyndasjóði eða RÚV en hjá öðrum. Hann...