Laufey Guðjónsdóttir var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í 20 ár, 2003-2023. Hér eru nokkur brot úr þáttaröðinni Ísland: bíóland (2021) sem lúta að íslenskum kvikmyndum á tíma hennar.
Ísland: bíóland, þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma, er nú fáanleg á streymisveitunni Uppkast.
Björn Jóhann Björnsson aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu skrifaði um þáttaröðina Ísland: bíóland í dálkinum Ljósvakinn á dögunum og kallaði þættina meðal annars ómetanlega heimild um sögu íslenskra kvikmynda.
Í tíunda og síðasta þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um ýmsar þær nýlegu kvikmyndir sem hafa vakið meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr.
Á seinni hluta annars áratugarins fjölgaði loks í hópi kvenkyns kvikmyndahöfunda. Í níunda þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um myndir þeirra og baráttuna fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð.
Í myndunum sem birtust undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars, kvað sér hljóðs ný kynslóð leikstjóra. Margir þeirra vöktu mikla athygli þegar líða fór á annan áratuginn. Þetta og margt annað í áttunda þætti Íslands: bíólands sem sýndur verður á RÚV á sunnudag kl. 20:15.
Á síðari helmingi fyrsta áratugarins heldur íslenskum kvikmyndum áfram að fjölga. Margar þeirra má kalla rammíslenskar, þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Þetta og margt fleira í sjöunda þætti Íslands: bíólands - Heima og heiman - sem sýndur er á RÚV næsta sunnudag kl. 20:20.
Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda og myndum fjölgar. Þetta og margt annað í sjötta þætti Íslands: bíólands sem kallast Ný öld, ný kynslóð.
Á seinni hluta tíunda áratugarins var Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar miðstöð íslenskrar kvikmyndagerðar. Um þetta er fjallað í fimmta þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Tími Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.
Á fyrrihluta tíunda áratugarins urðu mikil umskipti í íslenskri kvikmyndagerð. Um þetta er fjallað í fjórða þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Rödd í heimskór kvikmynda og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.
Þrír fyrstu þættirnir í þáttaröðinni Ísland: bíóland- saga íslenskra kvikmynda eru nú aðgengilegir í spilara RÚV, ásamt þeim íslensku bíómyndum sem þegar hafa verið sýndar samhliða þáttaröðinni.
Stella í orlofi, Foxtrot, Í skugga hrafnsins, Magnús, Skytturnar og margar fleiri í þriðja þætti Íslands: bíólands sem kallast Vorhret á glugga og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.
Fyrsti þáttur Íslands: bíólands kallast Löng fæðing og er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 20:20. Hann er helgaður þeim kvikmyndum sem gerðar voru frá upphafi tuttugustu aldar fram til loka sjötta áratugarins.
Kvikmyndasafn Íslands á stóran hlut í þáttaröðinni Ísland: bíóland með því að finna til og endurskanna fjölda eldri kvikmynda og margt annað. Ásgrímur Sverrisson ræddi við Þóru Sigríði Ingólfsdóttur forstöðumann safnsins um þessa vinnu sem og helstu verkefni og áskoranir safnsins um þessar mundir.
Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.