Hér má skoða þættina ÍSLAND: BÍÓLAND

Þrír fyrstu þættirnir í þáttaröðinni Ísland: bíóland – saga íslenskra kvikmynda eru nú aðgengilegir í spilara RÚV, ásamt þeim íslensku bíómyndum sem þegar hafa verið sýndar samhliða þáttaröðinni.

Smelltu hér til að skoða þættina og bíómyndirnar. Og hér má hlusta á afar fróðlegan og áhugaverðan útvarpsþátt Viðars Eggertssonar frá 2006 sem fjallar um Svölu Hannesdóttur, Óskar Gíslason og gerð kvikmyndarinnar Ágirnd (1952) sem kom við sögu í fyrsta þætti.

Þættirnir halda áfram 11. apríl eftir páskahlé og verða á dagskrá til seinni hluta maí, alls tíu þættir.

RÚV sýnir jafnframt fjölda íslenskra kvikmynda í tengslum við þáttaröðina. Þegar hafa verið sýndar 79 af stöðinni, Salka Valka, Okkar á milli, Morðsaga, Gullsandur og Hrafninn flýgur.

Sýningar eru á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum og hér eru þær myndir sem þegar eru komnar á dagskrá (fleiri eiga eftir að bætast við, birt með fyrirvara um mögulegar breytingar):

30. mars: Útlaginn
1. apríl: Borgríki 2
2. apríl: Tryggð og Veðramót
4. apríl: Hvítur, hvítur dagur og París norðursins
6. apríl: Rokk í Reykjavík
8. apríl: Skytturnar
11. apríl: Sódóma Reykjavík
13. apríl: Á köldum klaka
15. apríl: Veggfóður
18. apríl: Djöflaeyjan
20. apríl: Myrkrahöfðinginn
22. apríl: 101 Reykjavík
25. apríl: Hafið
27. apríl: One Point O
29. apríl: Fálkar
2. maí: Mýrin
4.maí: Stóra planið
6. maí: Kaldaljós
9. maí: Land og synir
11. maí: Boðberi
13. maí: Andið eðlilega

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR