HeimEfnisorðDögg Mósesdóttir

Dögg Mósesdóttir

Niður­skurður fjöl­breyti­leikans í ís­lenskri kvik­mynda­gerð

Leikstjórarnir Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir birta grein á Vísi fyrir hönd stjórnar WIFT, þar sem lýst er yfir verulegum áhyggjum vegna niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum.

Northern Wave hátíðin kveður

"Northern Wave Film Festival kveður í bili en Northern Wave Productions heilsar í staðinn," segir Dögg Mósesdóttir hátíðarstjóri á Facebook síðu sinni.

AFTUR HEIM? fær tvenn verðlaun í Los Angeles

Aftur heim? eftir Dögg Mósesdóttur var valin besta heimildamyndin á Hollywood IWAA hátíðinni sem lauk á dögunum. Dögg var einnig valin besti leikstjórinn í flokki heimildamynda.

Dögg Mósesdóttir um AFTUR HEIM?: Mjög persónuleg mynd

Heimildamynd Daggar Mósesdóttur, Aftur heim?, fer í almennar sýningar í Bíó Paradís í dag. Hún ræddi verkið við Höllu Harðardóttur í Samfélaginu á Rás 1.

[Stikla] Heimildamyndin AFTUR HEIM? sýnd í Bíó Paradís

Sýningar hefjast í Bíó Paradís 18. mars á heimildamynd Daggar Mósesdóttur, Aftur heim? Myndin segir sögur kvenna í heimafæðingu í gegnum linsu kvikmyndagerðarkonu sem skoðar viðhorf sitt til kvenleikans eftir tilraun til að að fæða heima.

Sjáðu tvo fyrstu þættina í vefþáttaröðinni SKÖP

Dögg Mósesdóttir og Þórey Mjallhvít hafa sent frá sér fyrstu tvo þættina í vefþáttaröðinni Sköp, en þættirnir fjalla um um kynjaklisjur (tropes) í kvikmyndum.

180⁰ reglan – nýtt hlaðvarp um kvikmyndagerð

Farið er af stað nýtt hlaðvarp um kvikmyndagerð, 180⁰ reglan, þar sem rætt er við kvikmyndagerðarfólk úr ýmsum áttum. Freyja Kristinsdóttir hefur umsjón með hlaðvarpinu en tveir þættir eru þegar komnir á netið.

Konur, kvikmyndir og Cannes: Tími jafnaðar er framundan

Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, var á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum og sótti þar meðal annars máþing um konur og kvikmyndagerð sem haldið var af Sænsku kvikmyndastofnunni og WIFT Nordic. Hún birtir hér hugleiðingar sínar um málþingið og efni þess.

Bætt staða kvenna í kvikmyndagerð

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á stöðu kvenna í ís­lenskri kvik­mynda- og sjón­varpsþátta­gerð á síðustu árum. Vit­und­ar­vakn­ing inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar hef­ur leitt til tölu­verðra fram­fara en mik­il­vægt er að halda bar­átt­unni áfram, seg­ir Dögg Móses­dótt­ir, formaður WIFT á Íslandi í samtali við Morgunblaðið.

Ilmur Kristjánsdóttir heiðursgestur Northern Wave hátíðarinnar

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin helgina 21.-23. október næstkomandi í Frystiklefanum í Rifi. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hingað til hefur hún farið fram í Grundarfirði. Með auknum ferðamannastraumi reyndist erfitt að fá nægt gistipláss fyrir gesti hátíðarinnar í Grundarfirði og var hún því færð í Snæfellsbæ.

Northern Wave flytur í Frystiklefann á Rifi

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í níunda sinn helgina 21.-23. október næstkomandi. Hátíðin hefur hingað til verið haldin í Grundarfirði en í ár fer hátíðin fram í Frystiklefanum á Rifi.

Bíó Paradís tekur upp Bechdel prófið

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT tók í dag við Bechdel verðlaununum fyrir hönd WIFT sem Bíó Paradís veitir í tilefni þess að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.

Dögg Mósesdóttir á málfundi RIFF: Okkur öllum í hag að konur jafnt sem karlar segi sögur

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi flutti tölu á málfundi RIFF í Tjarnarbíói í gærkvöldi þar sem málefni kvenna í kvikmyndagerð voru rædd. Dögg sagði meðal annars: "Miðað við framgang mála hingað til mun taka okkur 600 ár að ná jafnrétti, við erum ekki lengra komin en það. Við erum öll sammála um að núverandi staða er óþolandi og hvorki bransanum né landinu til sóma. Okkar skoðun er sú að ástandið lagist seint og illa, NEMA það sé farið í sértækar aðgerðir hjá Kvikmyndamiðsttöð. Það sendir út nauðsynleg skilaboð til áhorfenda, framleiðslufyrirtækja, sjónvarpsstöðva, verðandi kvikmyndagerðarkvenna, allra."

Ráðherra heitir aðgerðum gegn kynjahalla í kvikmyndum

Menntamálaráðherra ætlar að hefja vinnu til að stemma stigu við ójöfnum kynjahlutföllum í kvikmyndagerð strax á þessu ári. Þetta kom fram á umræðufundi sem RIFF hélt í Tjarnarbíói í gær um málefnið.

Bransinn er að vakna

Fréttablaðið ræðir við fimm kvikmyndagerðarkonur um kynjakvóta og stöðu kvenna í kvikmyndabransanum; Dögg Mósesdóttur, Veru Sölvadóttur, Guðnýju Halldórsdóttur, Elísabetu Ronaldsdóttur og Þóru Tómasdóttur.

Dögg Mósesdóttir: „Hlutirnir lagast því miður ekki af sjálfu sér“

Samantekt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem birt var á dögunum, sýndi að á undanförnum árum hefur hærra hlutfall kvenna fengið styrki úr Kvikmyndasjóði en hlutfall karla. Ritstjóri Klapptrés leitaði álits Daggar Mósesdóttur formanns WIFT á niðurstöðum þessarar samantektar og spurði jafnframt hvar WIFT teldi helst kreppa skóinn þegar kemur að styrkveitingum til kvenna.

Um kynjakvóta og risaeðlur feðraveldisins

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi vill skoða kynjakvóta varðandi styrki til kvikmyndagerðar en Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL segir það fáránlegt. Fjörlegar umræður skapast um málið á Fésbók.

87% fjármagns Kvikmyndasjóðs fer til karla

Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.

Northern Wave hátíðin haldin um helgina

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í sjöunda sinn á Grundarfirði á Snæfellsnesi um næstu helgi. Boðið er uppá fjölbreytt úrval stuttmynda, fiskiveislu, tónleika, fyrirlestra og fleira.

Þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum

Fáar konur taka þátt í gerð þeirra fjögurra kvikmynda sem teknar verða á Íslandi í sumar með styrkjum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í samtali við RÚV segir formaður WIFT (konur í kvikmyndum og sjónvarpi) það þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum.

Opnað fyrir umsóknir á Northern Wave hátíðina í byrjun maí

Northern Wave International Film Festival fer fram á Grundarfirði helgina 17.-19. október næstkomandi. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun maí en skilafrestur er til 1.júlí næstkomandi.

„Valið“ komin í 146% á Karolinafund

Dögg Mósesdóttir stjórnandi myndarinnar segist þakklát en upphæðin sé aðeins brot af framleiðslukostnaðnum og því meira sem komi inn, því betra fyrir myndina.

„Ástarsaga“ og „Raffael’s Way“ verðlaunaðar á Northern Wave Festival

Stuttmyndirnar Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Raffael's Way eftir Alessandro Falco verðlaunaðar ásamt tónlistarmyndbandinu Echoes með hljómsveitinni Who Knew í leikstjórn Einars Baldvins Arasonar.

Northern Wave Festival hefst í dag í Grundarfirði

The Northern Wave International Film Festival hefst í dag og stendur til sunnudagskvölds í Grundarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Sýndar verða rúmlega 90 stuttmyndir og heimildamyndir frá um 40 löndum auk slatta tónlistarmyndbanda.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR